Heimsmeistaramót karla í handknattleik stendur yfir í Danmörku, Noregi og í Króatíu frá 14. janúar til 2. febrúar 2025. Íslenska landsliðið verður á meðal þátttökuliða og er í G-riðli.
Fyrir neðan er leikjadagskrá, leikstaðir, og leiktímar sem eru allir miðaðir við klukkuna á Íslandi. Úrslit leikja verða skráð fljótlega eftir að þeim lýkur, staðan í hverjum riðli birt, auk þess sem fram kemur hvaða leikir verða sendir út hjá RÚV. Þannig verður skráin uppfærð oft á dag mótið á enda.
A-riðill, Herning
15. janúar: Tékkland – Sviss, kl.17.
15. janúar: Þýskaland – Pólland, kl. 19.30.
17. janúar: Tékkland – Pólland, kl. 17.
17. janúar: Sviss – Þýskaland, kl. 19.30.
19. janúar: Pólland – Sviss, kl. 14.30.
19. janúar: Þýskaland – Tékkland, kl.17.
-Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þýskalands.
B-riðill, Herning
14. janúar: Ítalía – Túnis 32:35 (17:11).
14. janúar: Danmörk – Alsír 47:22 (20:11).
16. janúar: Ítalía – Alsír, kl. 17.
16. janúar: Túnis – Danmörk, kl. 19.30.
18. janúar: Alsír – Túnis, kl. 17.
18. janúar: Danmörk – Ítalía, kl. 19.30.
Staðan:
C-riðill, Poreč
14. janúar: Frakkland – Katar 37:19 (18:10).
14. janúar: Austurríki – Kúveit 37:26 (18:16).
16. janúar: Kúveit – Frakkland, kl. 17.
16. janúar: Austurríki – Katar, kl. 19.30.
18. janúar: Frakkland – Austurríki, kl. 17.
18. janúar: Katar – Kúveit, kl. 19.30.
Staðan:
D-riðill, Varaždin
15. janúar: Holland – Gínea, kl. 17.
15. janúar: Ungverjaland – Norður Makedónía, kl. 19.30.
17. janúar: Holland – Norður Makedónía, kl. 17.
17.j anúar: Gínea – Ungverjaland, kl. 19.30.
19. janúar: Norður Makedónía – Gínea, kl. 17.
19. janúar: Ungverjaland – Holland, kl. 19.30.
E-riðill, Bærum
15. janúar: Portúgal – Bandaríkin, kl. 17.
15. janúar: Noregur – Brasilía, kl. 19.30.
17. janúar: Portúgal – Brasilía, kl. 17.
17. janúar: Bandaríkin – Noregur, kl. 19.30.
19. janúar: Brasilía – Bandaríkin, kl. 17.
19. janúar: Noregur – Portúgal.
F-riðill, Bærum
16. janúar: Spánn – Chile, kl.17.
16. janúar: Svíþjóð – Japan, kl. 19.30.
18. janúar: Spánn – Japan, kl. 17.
18. janúar: Chile – Svíþjóð, kl. 19.30.
20. janúar: Japan – Chile, kl. 17.
20. janúar: Svíþjóð – Spánn, kl. 19.30.
G-riðill, Zagreb
16. janúar: Slóvenía – Kúba, kl. 17.
16. janúar: Ísland – Grænhöfðaeyjar, kl. 19.30.
18. janúar: Grænhöfðaeyjar – Slóvenía, kl. 17.
18. janúar: Ísland – Kúba, kl. 19.30.
20. janúar: Kúba – Grænhöfðaeyjar, kl. 17.
20. janúar: Slóvenía – Ísland, kl. 19.30.
H-riðill, Zagreb
15. janúar: Egyptaland – Argentína, kl. 17 – sýndur á RÚV.
15. janúar: Króatía – Barein, kl. 19.30 – sýndur á RÚV2.
17. janúar: Barein – Egyptaland, kl. 17.
17. janúar: Króatía – Argentína, kl. 19.30.
19. janúar: Argentína – Barein, kl. 17.
19. janúar: Egyptaland – Króatía, kl. 19.30.
-Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Króatíu.
-Aron Kristjánsson er landsliðsþjálfari Barein.
Milliriðlar:
Riðill 1: Jyske Bank Boxen, Herning (þrjú efstu úr A og B-riðlum)
(21., 23., 25. janúar – leiktímar 14.30, 17 og 19.30).
Riðill 2: Varaždin Arena, Varaždin (þrjú efstu úr C og D-riðlum)
(21., 23., 25. janúar – leiktímar 14.30, 17 og 19.30).
Riðill 3: Unity Arena, Fornebu, Bærum á stór-Óslóarsvæðinu. (þrjú efstu úr E og F-riðlum)
(22., 24., 26. janúar – leiktímar 14.30, 17 og 19.30).
Riðill 4: Arena Zagreb, Zagreb (þrjú efstu úr G og H-riðlum)
(22., 24., 26. janúar – leiktímar 14.30, 17 og 19.30).
Átta liða úrslit
28. janúar – tveir leikir – Arena Zagreb (riðill 2 og 4 – leiktímar 16.30 og 19.30).
29. janúar – tveir leikir – Unity Arena, Fornebu, Bærum á stór-Óslóarsvæðinu. (riðill 1 og 3 – leiktímar 16.30 og 19.30).
Undanúrslit
Annar leikurinn í Zagreb 30. janúar og hinn í Ósló 31. janúar (leiktímar kl. 19.30).
Úrslitahelgin
2. febrúar, Unity Arena, Fornebu, Bærum á stór-Óslóarsvæðinu, leikið til úrslita, úrslitaleikur og bronsleikur. Leiktímar 14 og 17.
Forsetabikarinn: Žatika Sport Centre, Poreč
Neðstu lið hvers riðils, átta lið, skipt niður í tvo riðla sem leika frá 21. – 26.janúar.
Leikið um sæti 28.janúar.