- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jacobsen hefur valið hópinn fyrir titilvörnina

Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari heimsmeistara Dana. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar varð danska karlalandsliðið Ólympíumeistari í fyrsta sinn fyrir fimm árum. Framundan er titilvörn hjá Dönum og nú hefur Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari valið 14 leikmenn auk tveggja varamanna til þess að taka þátt í undirbúningi og síðar þátttöku á leikunum sem hefjast í Tókýó eftir rúmar þrjár vikur. Sem kunnugt er hefur danska landsliðið staðið uppi sem sigurvegari á tveimur síðustu heimsmeistaramótum í karlaflokki.


Markverðir:
Niklas Landin, THW Kiel.
Kevin Møller, FC Barcelona.
Hornamenn:
Magnus Landin, THW Kiel.
Lasse Svan, SG Flensburg-Handewitt.
Johan Hansen, TSV Hannover-Burgdorf.
Hægri skyttur:
Mikkel Hansen, PSG.
Jacob Holm, Füchse Berlin.
Lasse Andersson, Füchse Berlin.
Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold.
Miðjumenn:
Mads Mensah, SG Flensburg-Handewitt.
Morten Olsen, GOG.
Hægri skytta:
Mathias Gidsel, GOG.
Línumenn:
Magnus Saugstrup (Aalborg Håndbold)
Henrik Toft Hansen (PSG)

Varamenn: Emil Jacobsen, GOG, og Simon Hald, SG Flensburg-Handewitt.


Af þeim 19 leikmönnum sem valdir voru í fjölmennari hóp á dögunum heltast Emil Nielsen, Michael Damgaard og Nikolaj Øris úr lestinni.


Danska landsliðið verður við æfingar í Helsingør frá 5. til 12. júlí. Það fer til Japan tveimur dögum síðar. Fyrsti leikur Dana á leikunum verður 24. júlí. Andstæðingar Dana í riðlakeppni leikanna verða: Japanar, Egyptar, Bareinar, Portúgalar og Svíar.


Dagur Sigurðsson þjálfar japanska landsliðið og Aron Kristjánsson lið Barein.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -