Aron Pálmarsson er einn besti handboltamaður Íslands og jafnvel einn sá besti í heimi.
Aron hefur leikið með mörgum af bestu liðum heims eins og Kiel, Veszprém, Barcelona, Álaborg og FH. Aron hefur unnið marga af helstu titlum í Evrópu, verið íþróttamaður ársins, rookie of the year í Þýskalandi, valinn í All Star Team á Ólympíuleikunum, MVP í Championship league og fleira.
Aron fer yfir ferilinn, segir okkur sögur frá hverjum stað, eins og þegar öfuga jólatréð mætti til Kiel og að það borgi sig ekki að stanga Alfreð Gíslason. Einnig segir hann frá vandræðunum hjá Veszprem þegar hann fór þaðan síðast og hvernig það kom til að hann er kominn þangað aftur í dag.
Nú er HM að hefjast og Aron fer yfir landsliðsferilinn, mótið, markmið, formið og margt fleira. Aron talar einnig um Snorra Stein landsliðsþjálfara sem kom í Klefann nýlega og þú getur hlustað hér.
Þá segir Aron okkur sögur af Loga Geirs og hvernig hann hafði áhrif á hann, en Logi hefur einnig komið í Klefann og þið getið hlustað á hann hér.
Hvetjum ykkur til að hlusta og Áfram Ísland.
Tímarammi þáttarins:
5:40 – Hvernig HM leggst í Aron
14:15 – Formið og keppnisþyngdin
16:00 – Íþróttir á yngri árum
21:20 – Logi Geirsson
24:15 – Kiel og fyrstu árin í atvinnumennskunni
31:25 – Öfuga jólatréð mætti til Kiel
34:30 – Veszprém
38:25 – Stormasamur viðskilnaður við Veszprém
45:45 – Fer aftur til Vesprém 2024 – sögustund
55:27 – Barcelona og Aalborg
57:30 – Nútíma handboltamenn – þróun
59:35 – Auglýsingahlé í boði Bæjarbakari
1:02:03 – Íslenska landsliðið
1:03:20 – London 2012 – 5. sæti – mikil vonbrigði
1:05:50 – Markmiðið fyrir HM 25
1:08:40 – Af hverju ertu ekki bara alltaf góður?
1:11:10 – Snorri þjálfari og Aron fyrirliði
1:14:15 – Að spila fyrir Ísland og pressan
1:22:00 – Recovery gamla mannsins
Veikleikar, styrkleikar, mótlæti, hverju ertu stoltastur yfir og hver eru næstu skref.
Samstarfsaðilar Klefans eru Auður, Lemon, Nutrilenk og Hafið fiskverslun, þá þökkum við Bæjarbakarí sérstaklega fyrir.