Óvíst er með hvaða liði handknattleiksmarkvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson leikur á næsta keppnistímabili. Hann er samningsbundinn ÍR næsta árið en mjög ólíklegt er að hann leiki með liðinu sem tekur sæti í Grill66-deildinni eftir fall úr Olísdeildinni á vormánuðum.
Samkvæmt heimildum handbolta.is úr herbúðum ÍR-inga er Sigurður til sölu eða leigu.
Sigurður Ingiberg var leigður til Kríu á síðasta keppnistímabili. Samningurinn tók enda í lok leiktíðar. Óvissa er um hvort hann verður áfram í herbúðum liðsins en Kría öðlaðist sæti í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili eftir vasklega framgöngu í umspili um sæti í deildinni. Þar lék Sigurður Ingiberg stórt hlutverk eins og reyndar allt keppnistímabilið frá upphafi.
- Erum með betra lið og meiri breidd
- Aldís Ásta og félagar eru í frábærri stöðu
- Þúsundir Færeyinga stefna á EM – 20 flugferðir auk þess sem Norræna siglir til Óslóar
- Verður snúinn leikur í mikilli stemningu
- Væri til í að vinna einn bikar með Melsungen