- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haraldur konungur sá sína menn tapa í Bærum

Leikmenn norska landsliðsins reyndu að bera sig vel eftir tapið í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Norska landsliðið í handknattleik karla máttu bíta í það súra epli að tapa fyrir brasilíska landsliðinu í upphafsleik sínum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Bærum í kvöld, 29:26. Vera Haraldar Noregskonungs á leiknum virtist hvetja norska landsliðið til dáða. Það lék vel framan af en fékk ekkert við Brasilíumenn ráðið þegar á leið viðureignina.

Leikmenn brasilíska landsliðsins voru skiljanlega ánægðir. Ljósmynd/EPA

Sóknarleikur norska liðsins var dapur og ljóst að leikmenn verða að herða upp hugann í þeim efnum áður en kemur að viðureigninni við Portúgal í síðustu umferð E-riðils.


Áður en að leiknum við Portúgal kemur eiga Norðmenn fyrir höndum að mæta bandaríska landsliðinu sem tapaði fyrir Portúgal fyrr í dag, 30:21. Svíinn Robert Hedin, sem eitt sinn var landsliðsþjálfari Noregs er þjálfari bandaríska landsliðsins.

Haraldur konungur Noregs fylgist með viðureign Noregs og Braslilíu á HM í kvöld. Ljósmynd/EPA

Norðmenn voru með tveggja marka forskot í hálfleik gegn Brasilíu í Bærum í kvöld, 14:12. Framan af síðari hálfleik voru Norðmenn yfir en svo virtist sem viljinn og geta væri meiri hjá Brasilíumönnum þegar á leikinn leið.

Tobias Grøndal skoraði sex mörk fyrir norska landsliðið og var markahæstur. Magnus Rød var næstur með fimm mörk. Haniel Langaro var markahæstur í brasilíska liðinu með átta mörk. Hugo Monte de Silva var næstur með sex mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -