- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórir hefur valið hópinn – er á leiðinni á sína fimmtu leika

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsiðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópumeistara Noregs í handknattleik kvenna, hefur valið þá 15 leikmenn sem hann ætlar að fara með til þátttöku á Ólympíuleikunum í Tokýó síðar í þessum mánuði. Norska liðið hefur verið í æfingabúðum í Frakklandi frá 22. júní og lýkur þeim með tveimur vináttuleikjum við landslið Frakklands á morgun, sunnudag, og á þriðjudaginn. Noregur og Frakkland mættust í úrslitaleik Evrópmótsins í Danmörku í desember.

Þórir er á leið á sína fimmtu Ólympíuleika en undir hans stjórn vann Noregur gullverðlaun 2012 og brons 2016. Þórir var aðstoðarþjálfari á leikunum 2008 þegar Noregur hreppti gullverðlaun. Hann var í þjálfarateymi landsliðsins á leikunum í Syndey fyrir 21 ári þegar Noregur vann bronsverðlaun.


Norski ÓL-hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum.

Markverðir:
Silje Solberg, Gyøri Audi ETO.
Katrine Lunde, Vipers Våg Håndball Elite.
Aðrir leikmenn:
Marit Røsberg Jacobsen, Team Esbjerg.
Camilla Herrem, Sola HK.
Sanna Solberg-Isaksen, Team Esbjerg.
Henny Ella Reistad, Team Esbjerg.
Veronica Kristiansen, Gyøri Audi ETO.
Stine R. Skogrand, Herning-Ikast Håndbold.
Nora Mørk, Vipers Våg Håndball Elite.
Stine Bredal Oftedal, Gyøri Audi ETO.
Kristine Breistøl, Team Esbjerg.
Marta Tomac, Vipers Våg Håndball Elite.
Marit Malm Frafjord, Team Esbjerg.
Kari Brattset Dale, Gyøri Audi ETO.
Vilde Ingeborg Johansen, Herning-Ikast Håndbold.

Eftirtaldir leikmenn verða til reiðu til viðbótar ef þörf krefur:
Rikke Granlund, Team Esbjerg.
Emilie Hegh Arntzen, Vipers Våg Håndball Elite.
Malin Aune, Vipers Våg Håndball Elite.

Leikir Noregs í riðlakeppni ÓL:
25.07: Noregur – Suður-Kóreu.
27.07: Angóla – Noregur.
29.07: Svartfjallaland – Noregur.
31.07: Noregur – Holland.
02.08: Noregur – Japan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -