- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grunur uppi að Duvnjak hafi meiðst illa – Dagur hefur kallað á Karacic

Króatinn Domagoj Duvnjak reynir markskot rétt áður en hann meiddist í leiknum í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Hugsanlegt er talið að króatíska landsliðið, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, hafi orðið fyrir þungu höggi í kvöld þegar fyrirliðinn Domagoj Duvnjak meiddist á vinstri fæti í fyrri hálfleik í viðureign Króatíu og Argentínu á HM í handknattleik í Zagreb Arena.

Danskir fjölmiðlar hafa eftir Degi að ekið hafi verið rakleitt með Duvnjak á sjúkrahús eftir að hann fékk aðhlynningu á leikvellinum. Ekki kemur fram hvað nákvæmlega kom fyrir Duvnjak sem er einn dáðasti íþróttamaður Króatíu. Hann tilkynnti fyrir mótið að leikirnir á HM yrði hans síðustu með landsliðinu á 19 ára feril.


Króatíska handknattleikssambandið sagði frá því fyrir stundu að Dagur hafi kallað á Igor Karacic leikmann Kielce í Póllandi inn í hópinn. Karacic kemur til Zagreb snemma á morgun. Hann á að hlaupa í skarðið fyrir Duvnjak ef meiðsli þess síðarnefnda eru alvarleg en óttast er að svo sé.

Króatar unnu Argentínu í kvöld og eru öruggir um sæti í milliriðli. Það mun síðan ráðast af úrslitum viðureignar Króatíu og Egyptalands í lokaumferð F-riðils á sunnudaginn hvort liðanna hreppir efsta sætið og fer með fullt hús stiga áfram í milliriðil.

HM “25: Leikjadagskrá, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -