Tveir leikir fara fram í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í dag og þar á meðal sækir Afturelding liðsmenn KA/Þórs heim í KA-heimilið klukkan 15. KA/Þór hefur ekki tapað leik á leiktíðinni í Grill 66-deildinni. Eina stigið sem liðið hefur þurft að sjá eftir til þessa var gegn Aftureldingu að Varmá í 2. umferð 20. september þegar liðin skildu jöfn, 25:25. Aftureldingarliðið er fjórum stigum á eftir KA/Þór með 15 stig að loknum 10 leikjum. HK lagði Hauka2 í gær og er í öðru sæti með 17 stig.
Í N1-höllinni á Hlíðarenda verður sannkallaður spennuleikur þegar Íslands- og bikarmeistarar Vals fá spænska liðið Málaga Costa del Sol í heimsókn í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Flautað verður til leiks klukkan 16.30 og verður mikið um dýrðir á Hlíðarenda frá klukkan 15.30. Jafntefli varð í fyrri viðureigninni, 25:25. Þess vegna er allt opið í dag eins og Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals sagði við handbolta.is í gær og lesa má hér.
Tvö lið í 8-liða úrslit?
Haukar eru þegar komnir í átta liða úrslit Evrópubikarkeppninnar. Valsliðið skorar á handknattleiksáhugafólk að mæta á leikinn í dag og leggja sitt lóð á vogarskálina til þess að tvö íslensk félagslið verði í átta liða úrslitum þegar dregið verður í næstu viku.
Leikir dagsins
Grill 66-deild kvenna:
KA-heimilið: KA/Þór – Afturelding, kl. 15.
Víkin: Berserkir – Fram2, kl. 16.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Evrópbikarkeppni kvenna, 16-liða úrslit, síðari leikur:
N1-höllin: Valur – Málaga Costa del Sol, kl. 16.30 (25:25).
Allt hægt með kraftmiklum stuðningi áhorfenda – langar lengra í keppnini