- Auglýsing -

Patrekur sæmdur austurrísku heiðursmerki

- Auglýsing -

Patrekur Jóhannesson núverandi þjálfari karlaliðs Stjörnunnar og fyrrverandi landsliðsþjálfari Austurríkis í handknattleik karla var í gær sæmdur silfurmerki Austurríkis fyrir störf í þágu íþrótta í Austurríki.


Maria Rotheiser-Scotti sendiherra Austurríkis á Íslandi sæmdi Patrek silfurmerkinu við athöfn á Bessastöðum að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Jean Reid forsetafrú.


Patrekur var landsliðsþjálfari frá 2011 til 2019 og steig landsliðið mörg skref í átt til framfara á þeim árum og vann sér m.a. tvisvar inn þátttökurétt á heimsmeistaramóti og jafn oft á Evrópumóti.

Patrekur átti 49 ára afmæli í gær.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -