Sveinn Jóhannsson varði í gær þriðji HM-nýliðinn á þessu móti til að bætast í hóp þeirra sem skoraði hafa mark fyrir íslenska landsliðið á heimsmeistaramóti. Sveinn skoraði sitt fyrsta HM-mark á 46. mínútu leiksins við Kúbu í gær. Hann skoraði með langskoti frá miðju eftir sendingu frá Björgvini Páli Gústavssyni, 31:13. Sveinn bætti við öðru marki á síðustu mínútu er hann gerði 40. mark Íslands.
Sveinn hafði áður skoraði eitt mark í lokakeppni EM 2020 gegn Svíum í Malmö í níu marka tapi, 34:25.
Þar með hafa 119 leikmenn skoraði fyrir íslenska landsliðið alls 3.584 mörk í 140 leikjum. Fyrsta mark Íslands skoraði Gunnlaugur Hjálmarsson í Hermann Giesler Halle í Magdeburg 27. febrúar 1958.
Ljósmyndir/Hafliði Breiðfjörð
Sveinn er einnig 155. handknattleiksmaðurinn til þess að klæðast íslensku landsliðspeysunni á heimsmeistaramóti og þriðji HM-nýliðinn á þessu móti. Hinir eru Orri Freyr Þorkelsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson. Þeir skoruðu sín fyrstu HM-mörk í leiknum við Grænhöfðaeyjar á fimmtudagskvöld í Zagreb Arena. Sveinn tók einnig þátt í þeim leik en viðvera hans á vellinum var endasleppt vegna galla í merkingu búningsins eins og handbolti.is fjallaði um.
Einn HM-nýliði getur bæst í hópinn á mótinu að þessu sinni, Einar Þorsteinn Ólafsson. Hann hefur verið utan keppnishópsins í tveimur fyrstu leikjunum.