- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sögulegur sigur Portúgals – Spánverjar á heimleið?

PortúalginnDiogo Branquinho hoppandi kátur eftir sigur á Spáni. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Portúgalska landsliðið vann það spænska, 35:29, í annarri umferð þriðja milliriðils heimsmeistaramótsins í handknattleik í dag. Þetta er afar sögulegur sigur fyrir portúgalskan handknattleik. Ekki aðeins var þetta í fyrsta sinn sem Portúgal vinnur Spán á stórmóti í handknattleik heldur tryggir sigurinn Portúgal sæti í átta liða úrslitum í fyrsta skipti á heimsmeistaramóti.

Mæta Þjóðverjum

Portúgal mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum á þriðjudaginn því ljóst er að mikið þarf að ganga á til þess að portúgalska liðið verði ekki í efsta sæti í milliriðli þrjú. Þýskaland endar í öðru sæti í milliriðli eitt og mætir sigurliðinu úr riðli þrjú. Portúgal mætir Chile í lokaumferðinni á sunnudag og verður að teljast mun sigurstranglegra.

Vonlítil staða

Sigur Portúgals gerði um leið nær út um vonir Spánverja á sæti í átta liða úrslitum mótsins en Spánverjar hafa lengi átt nær því fast sæti á meðal átta efstu liða á heimsmeistaramóti. Spænska landsliðið var einnig í basli á EM fyrir og fór heim að lokinni riðlakeppninni sem þótti töluverð hneysa fyrir spænskan handknattleik. Reyndar unnu Spánverjar bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Frakklandi síðasta sumar.

Leikmenn portúgalska landsliðsins fagna eftir leikinn við Spán í dag. Ljósmynd/EPA

Spænska landsliðið var marki yfir í hálfleik, 16:15. Portúgalar voru mjög öflugir í síðari hálfleik, ekki síst í sókninni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -