Að minnsta kosti eitt þúsund Íslendingar gerðu sitt besta til þess að styðja við bakið á landsliðinu í leiknum við Króata í Zagreb Arena í gærkvöld. Þeir fengu harða samkeppni frá tæplega 15 þúsund Króötum sem fylltu keppnishöllina og höfðu hátt.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari var að vanda með augu á íslensku stuðningsmönnunum milli þess sem hann fylgdist með leiknum. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af Íslendingum í stúkunni í gærkvöld. Þeir láta sig væntanlega ekki vanta á morgun þegar íslenska landsliðið leikur við Argentínu í þriðju og síðustu umferð milliriðlakeppni HM. Leikurinn hefst kl. 14.30 að íslenskum tíma.
(Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri)
Fleiri syrpur Hafliða frá HM:
Myndasyrpa: Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga
Myndasyrpa: Kátt var á hjalla þetta kvöld
Myndasyrpa: Stjarnan sem skærast skein
Myndasyrpa: Íslendingum í stuði fjölgar í Zagreb – treyjurnar runnu út
Myndasyrpa: Sigurstund í Zagreb Arena
Myndasyrpa: Sérsveitin er mætt og keyrir upp stuðið
Myndasyrpa: Rífandi góð stemning í stúkunni
Myndasyrpa: Samstíga stigu strákarnir stórt skref
Myndasyrpa: Fá að komast upp með að ganga ítrekað og harkalega gegn Gísla