- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allt heimakonur í landsliðinu

Talsverðar breytingar hafa átt sér stað á landsliði kvenna í handknattleik. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Valdir hafa verið 19 leikmenn til æfinga kvennalandsliðsins í handknattleik í Vestmannaeyjum dagana 28. september til 3. október. Vegna heimsfaraldurs kórónuveiru var engin kona sem leikur utan Íslands valin að þessu sinni. Að sögn Arnars Péturssonar, landsliðsþjálfara, bjóða aðstæður einfaldlega ekki upp á það um þessar mundir að kalla heim leikmenn.

„Einfaldlega höfum við ekki tök á að fylgja þeim kröfum um sóttkví sem eru í gildi þegar kemur að því að fá fólk frá útlöndum í skamman tíma,“ sagði Arnar sem telur engu að síður að æfingabúðirnar verði afar mikilvægar vegna þátttöku íslenska landsliðsins í forkeppni heimsmeistaramótsins sem áætlað er að fari fram í Norður-Makedóníu fyrstu helgi desembermánaðar.

Meginþorri landsliðskvenna leikur heima á Íslandi um þessar mundir sem er mikill kostur við þessar aðstæður.

Fjórir nýliðar eru í hópnum, Katrín Tinna Jensdóttir, Stjörnunni, Tinna Sól Björgvinsdóttir og markverðirnir Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram, og Saga Sif Gísladóttir, Val. Hafdís Renötudóttir, markvörður Fram, er valin en er að jafna sig eftir að hafa hlotið höfuðhögg í sumar.

Hópinn skipa eftirtaldir leikmenn:

Markverðir:

Hafdís Renötudóttir, Fram 26 / 1.

Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram 0 / 0.

Saga Sif Gísladóttir, Val 0 / 0.

Vinstra horn:

Perla Ruth Albertsdóttir, Fram 22 / 25.

Sigríður Hauksdóttir, HK 14 / 31.

Vinstri skyttur:

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV 32 / 60.

Mariam Eradze, Val 1 / 0.

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 25 / 24.

Kristrún Steinþórsdóttir, Fram 0 / 0.

Leikstjórnendur:

Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni 35 / 27.

Lovísa Thompson, Val 18 / 28.

Sunna Jónsdóttir, ÍBV 56 / 42.

Hægri skyttur:

Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV 58 / 112.

Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór 94 / 191.

Hægra horn:

Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK 0 / 0.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val 28 / 14.

Línumenn:

Arna Sif Pálsdóttir, Val 150 / 282.

Katrín Tinna Jensdóttir, Stjörnunni 0 / 0.

Steinunn Björnsdóttir, Fram 33 / 23.

Starfslið:
Arnar Pétursson, þjálfari.
Ágúst Þór Jóhannsson, aðstoðarþjálfari.
Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir, liðsstjóri.
Ágústa Sigurjónsdóttir, sjúkraþjálfari.
Særún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari.
Jóhann Róbertsson, læknir.
Kjartan Vídó Ólafsson, fjölmiðlafulltrúi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -