Víkingur vann Fram2 með átta marka mun, 33:25, í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í Safamýri í gærkvöld. Leikurinn var liður í 13. umferð deildarinnar. Með sigrinum færðist Víkingur nær liðunum í efri hlutanum, Aftureldingu, HK og Val2 en KA/Þór hefur yfirburðastöðu sem fyrr í efsta sæti. Víkingur er með 15 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Fram2 er í sjötta sæti.
Víkingur réði lögum og lofum frá byrjun til enda í leiknum í Safamýri í gærkvöld. Liðið hafði sjö marka forskot í hálfleik, 18:11.
Auður Brynja Sölvadóttir átti stórleik hjá Víkingi. Hún skoraði 10 mörk.
Hörkuleikur fer fram í Grill 66-deild í dag þegar HK tekur á móti KA/Þór í Kórnum klukkan 17.
Staðan í Grill 66-deildum og næstu leikir.
Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 10, Hafdís Shizuka Iura 5, Ivana Jorna Meincke 4, Valgerður Elín Snorradóttir 4, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3,Andrea Ósk Þorkelsdóttir 2, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 2, Díana Ágústsdóttir 1, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 1, Tinna Björk Bergsdóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 12, Anna Vala Axelsdóttir 1, Klaudia Katarzyna Kondras 1.
Mörk Fram2: Sara Rún Gísladóttir 7, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 6, Elín Ása Bjarnadóttir 5, Valgerður Arnalds 4, Margrét Á. Bjarnhéðinsdóttir 2, Silja Katrín Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 9.