- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ellefu marka tap hjá Söndru – Andrea var í leikmannahópi Blomberg

Sandra Erlingsdóttir landsliðskona og leikmaður TuS Metzingen. Mynd/Carina Johansen - EPA
- Auglýsing -


Sandra Erlingsdóttir skoraði eitt mark og gaf tvær sendingar þegar lið hennar TuS Metzingen tapaði illa á heimavelli í gær, 29:18, fyrir Blomberg Lippe í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Andrea Jacobsen var í leikmannahópi Blomberg-Lippe í leiknum en kom ekkert við sögu. Andrea er að stíga upp úr meiðslum. Díana Dögg Magnúsdóttir er ristarbrotin eins og kom fram á handbolti.is á dögunum.


HSG Blomberg-Lippe er komið upp í þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar með 21 stig eftir 15 leiki eins og Thüringer. Dortmund er í öðru sæti með 23 stig en meistarar Ludwigsburg er efst með 28 stig.

Bikarmeistarar TuS Metzingen sitja í sjöunda sæti af 12 liðum með 14 stig að loknum 15 leikjum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -