- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fram er tveimur stigum á eftir FH – HK upp í 8. sæti – jafntefli í Krikanum – öruggt að Varmá

Stjörnumaðurinn Hans Jörgen Ólafsson skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar í Kaplakrika í kvöld. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Framarar færðust upp í þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik karla í kvöld eftir sigur á Haukum, 30:29, í hörkuleik á Ásvöllum. Erlendur Guðmundsson skoraði sigurmark Fram 45 sekúndum fyrir leikslok. Haukar reyndu allt hvað þeir gátu í lokin að jafna muninn en allt kom fyrir ekki. Fram hefur þar með 21 stig og er aðeins tveimur stigum á eftir FH sem er áfram efst þrátt fyrir jafntefli við Stjörnuna í Kaplakrika, 29:29.


Hans Jörgen Ólafsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna þegar um hálf mínúta var til leiksloka. FH-ingar tóku leikhlé þegar um 20 sekúndur voru eftir en það skilaði meisturunum ekki marki og þar við sat. Stjarnan hafði í fullu tré við FH-inga allan leikinn.


HK-ingar færðust upp í áttunda sæti með sex marka sigri á Gróttu í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi, 29:23. Sigur HK-liðsins var afar verðskuldaður. Liðið lék fínan varnarleik frá upphafi auk þess sem Jovan Kukobat var vel á verði í markinu.

Afturelding skoraði sex fyrstu mörkin gegn ÍR að Varmá í kvöld og hafði eftir það ágæt tök á leiknum. ÍR-ingar reyndu að streitast á móti, ekki síst framan af síðari hálfleik og tókst að minnka muninn í fjögur mörk, 25:21. Nær komust þeir ekki og Mosfellingar fögnuðu tveimur stigum og eru aðeins einu stigi á eftir FH. Afturelding er á milli FH og Fram. Valur er síðan í fjórða sæti með 20 stig. Toppbaráttan er spennandi sem aldrei fyrr.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Ásbjörn Friðriksson, FH, sækir að vörn Stjörnunnar. Ljósmynd/J.L.Long


Grótta – HK 23:29 (10:15).
Mörk Gróttu: Jakob Ingi Stefánsson 5, Jón Ómar Gíslason 5/2, Sæþór Atlason 3, Elvar Otri Hjálmarsson 3, Ari Pétur Eiríksson 2, Ágúst Ingi Óskarsson 1, Gunnar Hrafn Pálsson 1, Atli Steinn Arnarson 1, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 1, Hannes Grimm 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 10, 38,5% – Hannes Pétur Hauksson 6, 31,6%.
Mörk HK: Ágúst Guðmundsson 10, Sigurður Jefferson Guarino 5, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Leó Snær Pétursson 3, Andri Þór Helgason 2/2, Tómas Sigurðarson 2, Jovan Kukobat 1, Aron Dagur Pálsson 1, Haukur Ingi Hauksson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 13, 37,1%.

Tölfræði HBStatz.

Haukar – Fram 29:30 (16:16).
Mörk Hauka: Skarphéðinn Ívar Einarsson 10, Andri Fannar Elísson 6/4, Birkir Snær Steinsson 6, Hergeir Grímsson 4, Þráinn Orri Jónsson 2, Hinrik Hugi Heiðarsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 13/4, 30,2%.
Mörk Fram: Reynir Þór Stefánsson 8, Rúnar Kárason 4/1, Erlendur Guðmundsson 4, Max Emil Stenlund 3, Marel Baldvinsson 2, Eiður Rafn Valsson 2, Theodór Sigurðsson 2, Tryggvi Garðar Jónsson 2, Arnór Máni Daðason 1, Magnús Öder Einarsson 1, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 6, 25% – Breki Hrafn Árnason 2/1, 15,4%.

Tölfræði HBStatz.

Afturelding – ÍR 34:27 (18:10).
Mörk Aftureldingar: Ihor Kopyshynskyi 7, Birgir Steinn Jónsson 6/3, Kristján Ottó Hjálmsson 5, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Blær Hinriksson 4, Stefán Magni Hjartarson 3, Harri Halldórsson 2, Hallur Arason 2, Haukur Guðmundsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 18, 46,2% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 3, 33,3%.
Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 14/3, Bernard Kristján Darkoh 5, Hrannar Ingi Jóhannsson 3, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Bjarki Steinn Þórisson 1, Viktor Freyr Viðarsson 1, Róbert Snær Örvarsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 6, 20% – Rökkvi Pacheco Steinunnarson 2, 20% – Alexander Ásgrímsson 0.

Tölfræði HBStatz.

FH – Stjarnan 29:29 (14:15).
Mörk FH: Jóhannes Berg Andrason 8, Birgir Már Birgisson 5, Ásbjörn Friðriksson 4/1, Garðar Ingi Sindrason 4, Símon Michael Guðjónsson 3, Jón Bjarni Ólafsson 3, Ágúst Birgisson 1, Einar Sverrisson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 8/1, Birkir Fannar Bragason 0.
Mörk Stjörnunnar: Benedikt Marinó Herdísarson 6/3, Hans Jörgen Ólafsson 6, Jóel Bernburg 4, Ísak Logi Einarsson 3, Tandri Már Konráðsson 3/2, Pétur Árni Hauksson 2, Rytis Kazakevicius 2, Jóhannes Bjørgvin 1, Jón Ásgeir Eyjólfsson 1, Sveinn Andri Sveinsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 9, 30% – Sigurður Dan Óskarsson 4, 40%.

Tölfræði HBStatz.


KA – Valur 29:32 (14:20).
Mörk KA: Dagur Árni Heimisson 6, Einar Rafn Eiðsson 6/1, Arnór Ísak Haddsson 5, Patrekur Stefánsson 3, Logi Gautason 3, Jens Bragi Bergþórsson 2, Ott Varik 2, Einar Birgir Stefánsson 2.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 18/1, 40,9% – Óskar Þórarinsson 1, 20%.
Mörk Vals: Bjarni í Selvindi 7, Allan Norðberg 7, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 7/3, Viktor Sigurðsson 4, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Róbert Aron Hostert 1, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1, Agnar Smári Jónsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10, 26,3%.

Valsarinn Úlfar Páll Monsi Þórðarson á auðum sjó í KA-heimilinu í kvöld. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Tölfræði HBStatz.

Fjölnir – ÍBV 26:30 (14:14).
Mörk Fjölnis: Elvar Þór Ólafsson 6, Gunnar Steinn Jónsson 5, Róbert Dagur Davíðsson 4, Björgvin Páll Rúnarsson 4/1, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 3, Alex Máni Oddnýjarson 2, Gísli Rúnar Jóhannsson 1, Óðinn Freyr Heiðmarsson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 9/2, 25,7%.
Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 7, Daniel Esteves Vieira 6, Gabríel Martinez Róbertsson 5, Nökkvi Snær Óðinsson 4, Andri Erlingsson 2/1, Róbert Sigurðarson 2, Breki Þór Óðinsson 2, Dagur Arnarsson 1, Gauti Gunnarsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 6, 23,1% – Pavel Miskevich 0.

Tölfræði HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -