- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tvær í leikbann en ein ekki

spjald - mynd/Ívar
- Auglýsing -


Tveir leikmenn voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í gær en einn slapp með áminningu, ef svo má segja.

Sólveig Lára Kristjánsdóttir leikmaður KA/Þór hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklega hættulegrar aðgerðar í leik HK og KA/Þór í Grill 66-deild kvenna 1. febrúar. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.


Anna María Aðalsteinsdóttir leikmaður ÍR hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklega hættulegrar aðgerðar í leik Gróttu og ÍR í Olís deild kvenna 1. febrúar. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

Susanne Pettersen leikmaður KA/Þór hlaut einnig útilokun með skýrslu í leik HK og KA/Þórs á síðasta laugardag. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 c). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

Aganefnd vekur athygli leikmanna á stighækkandi áhrifum útlokana vegna brota af þessu tagi hvort sem þau hafa leitt af sér úrskurð um leikbann eða ekki.

Leikbönn taka gildi á morgun, fimmtudag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -