- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andrea mætti til leiks eftir meiðsli og skoraði tvisvar

Andrea Jacobsen landsliðskona og leikmaður Blomberg-Lippe. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik, mætti af krafti til leiks eftir ökklameiðsli í kvöld með Blomberg-Lippe þegar liðið vann Sport-Union Neckarsulm, 34:26, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Andrea skoraði úr báðum markskotum sínum og átti eina stoðsendingu í leiknum sem fram fór á heimavelli Blomberg-Lippe.


Andrea meiddist á ökkla í lok desember og var þar með í sínum fyrsta leik á árinu. Hún var reyndar á skýrslu þegar Blomberg-Lippe vann TuS Metzingen um síðustu helgi.

Blomberg-Lippe situr í þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar með 23 stig eftir 16 leiki eins og Thüringer. Ludwigsburg hefur 30 stig í efsta sæti og Dortmund er fimm stigum á eftir í öðru sæti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -