- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Góð frammistaða Elínar Jónu nægði ekki

Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður landsliðsins og Aarhus Håndbold. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Í dönsku úrvalsdeildinni biðu Elín Jóna Þorsteinsdóttir og liðsfélagar í Aarhus Håndbold lægri hluti í viðureign á heimavelli þegar leikmenn Ikast Håndbold kom í heimsókn í gærkvöld. Lokatölur voru 32:25 eftir að Aarhus Håndbold var tveimur mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var að baki, 14:12.


Elín Jóna var í marki Aarhus Håndbold og varði vel, alls 10 skot, 32,2%. Stalla hennar, Sabine Englert, náði sér ekki á strik þann tíma sem hún fékk til þess að láta ljós sitt skína. Hin þýska varði aðeins eitt skot af 11.

Aarhus Håndbold er í 11. sæti af 14 liðum með átta stig þegar 17 leikjum er lokið. Afar stutt er á milli liðanna í neðri hluta deildarinnar. Aðeins munar þremur stigum á EH Aalborg, sem er neðst og á Ringköbing í áttunda sæti.

Ikast sem lagði Aarhus Håndbold í gær er í þriðja sæti með 30 stig. Odense Håndbold trónir á toppnum með fullu húsi stiga eftir 17 leiki. Meistarar Esbjerg eru í öðru sæti með 32 stig, 16 sigra en eitt tap.

Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -