Fram og Haukar fylgdu í kjölfar Vals inn í undanúrslit Powerade-bikarsins í handknattleik kvenna í kvöld eftir örugga sigra. Fram lagði Stjörnuna með 20 marka mun í Lambhagahöllinni, 37:17. Staðan í hálfleik var 18:6 og úrslitin í raun ráðin.
Svipaða sögu er að segja af viðureign ÍR og Hauka í Skógarseli. Haukar unnu með níu marka mun, 26:17. Hafnarfjarðarliðið hélt í horfinu í síðari hálfleik eftir að hafa verið með átta marka forskot, 14:6, þegar 30 mínútur voru að búnar af leiktímanum.
Tólf leikmenn Fram skoruðu mark í leiknum, þar á meðal Harpa María Friðgeirsdóttir sem lék sinn fyrsta leik með liðinu á leiktímabilinu. Hún lék í Danmörku fyrri hluta vetrar.
Haukar voru síðast í undanúrslitum Poweradebikarsins fyrir tveimur árum en þrjú ár eru síðan Fram náði svo langt í keppninni.
Undanúrslitaleikir Powerade-bikarsins verða á Ásvöllum miðvikudaginn 26. febrúar.
Fram – Stjarnan 37:17 (18:6).
Mörk Fram: Alfa Brá Hagalín 6, Lena Margrét Valdimarsdóttir 6/1, Harpa María Friðgeirsdóttir 4, Hildur Lilja Jónsdóttir 4/2, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 3, Karen Knútsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Íris Anna Gísladóttir 2, Sara Rún Gísladóttir 2, Berglind Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 12/1, 60% – Ethel Gyða Bjarnasen 5/1, 35,7%.
Mörk Stjörnunnar: Embla Steindórsdóttir 8, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Eva Björk Davíðsdóttir 3, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1, Anna Lára Davíðsdóttir 1.
Varin skot: Sigrún Ásta Möller 7, 26,9% – Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 3, 14,3%.
Tölfræði HBStatz.
ÍR – Haukar 17:26 (6:14).
Mörk ÍR: Sylvía Sigríður Jónsdóttir 4/3, Vaka Líf Kristinsdóttir 3, Sara Dögg Hjaltadóttir 3, Katrín Tinna Jensdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, María Leifsdóttir 1, Erla María Magnúsdóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 7/1, 25% – Ingunn María Brynjarsdóttir 0.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 9/4, Sara Odden 4, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 3, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 3, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Berglind Benediktsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 10, 41,7% – Elísa Helga Sigurðardóttir 2, 40%.
Tölfræði HBStatz.