- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jokanovic fleytti ÍBV í undanúrslit – vítakeppni þurfti til í Eyjum

Petar Jokanovic, markvörður ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Petar Jokanovic markvörður ÍBV sá til þess að ÍBV komst í undanúrslit Powerade-bikars karla í handknattleik. Eftir tvíframlengdan leik varð að knýja fram úrslit leiksins í vítakeppni. Í henni varði Jokanovic tvö af fimm vítaköstum FH-inga á sama tíma og samherjar hans skoruðu úr fjórum vítaköstum.

ÍBV er þar með komið í undanúrslit Poweradebikarsins, sem fram fara síðustu daga febrúar, ásamt Aftureldingu, Fram og Stjörnunni. Eftir því sem næst verður komist stendur til að draga til undanúrslita Poweradebikars karla og kvenna á þriðjudaginn.


Úrslit leiksins, 43:42, fyrir ÍBV. Staðan eftir 60 mínútur 29:29, að loknum 70 mínútur 33:33 og 39:39, að loknum 80 mínútum í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í sannkölluðum háspennuleik.

Leggja aldrei árar í bát

FH-ingarnir voru marki yfir á hálfleik, 15:14. Þeir hófu síðan síðari hálfleikinn betur og náðu fljótlega tveggja marka forskoti. Eyjamenn eru á hinn bóginn ekki þekktir fyrir að leggja árar í báti. Sveinn Jose Rivera jafnaði loks metin, 22:22, og aftur 27:27 þegar sex mínútur voru til leiksloka. Nokkrum mínútum áður hafði Ísak Rafnsson fengið rautt spjald og blátt fyrir fastan varnarleik. FH-ingar sáu einnig á bak Daníel Matthíasson þegar skammt var til leiksloka með þrjár brottvísanir.

Æsilega spennandi

Lokamínútur venjulegs leiktíma voru æsilega spennandi. Jóhannes Berg Andrason kom FH yfir, 29:28, þegar hálf önnur mínúta var eftir af leiktímanum. Daníel Freyr Andrésson varði frá nafna sínu Viera þegar 56 sekúndur voru eftir. FH hóf sókn en tókst ekki að skora sigurmarkið. ÍBV vann boltann þegar 16 sekúndur voru eftir. Eyjamenn tóku leikhlé. Eftir það skoraði Dagur Arnarsson jöfnunarmarkið, 29:29, þegar fjórar sekúndur voru eftir. FH-ingar tóku leikhlé. Eftir það átti Jóhannes Berg langskot frá miðju sem fór í fótinn á Róberti Sigurðarsyni. Róberti var vikið af leikvelli. FH-ingum tókst ekki að skora beint úr aukakasti sem fylgdi í kjölfarið.

Sigtryggur skaut naumlega framhjá

Eyjamenn náðu frumkvæðinu í fyrri hluta fyrri framlengingar og voru marki yfir, 32:31, þegar fyrri fimm mínúturnar voru liðnar. Heimamenn áttu upphafssóknina síðari fimm mínúturnar hófust en tókst ekki að komast tveimur mörkum yfir. FH-ingar áttu langa sókn undir lok framlengingarinnar en fengu ekki tækifæri. Eyjamenn unnu boltann 15 sekúndum áður en leiktíminn var á enda. Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, fékk frítt skot á síðustu sekúndum en skaut naumlega framhjá. Önnur framlenging.

Garðar og Símon jöfnuðu

Garðar Ingi Sindrason, FH-ingur, jafnaði á síðustu sekúndu fyrri hluta síðari framlengingar, 36:36. Símon Michael Guðjónsson jafnaði síðan metin á síðustu sekúndu síðari framlengingar, 39:39. Símon skoraði tvö síðustu mörk FH í leiknum og nýtti níu af 10 skotum sínum í leiknum.

Þar með ekki hjá vítakeppni komist.


Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 11/3, Dagur Arnarsson 10/1, Daniel Esteves Vieira 8, Sveinn Jose Rivera 3, Andri Erlingsson 3, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Jason Stefánsson 1, Elís Þór Aðalsteinsson 1, Gauti Gunnarsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 15/2, 33,3% – Pavel Miskevich 0.

Mörk FH: Símon Michael Guðjónsson 10/2, Jóhannes Berg Andrason 9, Garðar Ingi Sindrason 9, Ásbjörn Friðriksson 6/4, Jón Bjarni Ólafsson 3, Birgir Már Birgisson 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Einar Örn Sindrason 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 10/1, 20,8% – Birkir Fannar Bragason 0.

Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -