- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég veit ekki hvað kom fyrir okkur í hálfleik

- Auglýsing -


„Ég veit ekki hvað kom fyrir okkur í hálfleik. Við komum ekkert eðlilega vel gíraðir í síðari hálfleik með þeim afleiðingum að allt gekk upp,“ sagði Breki Hrafn Árnason markvörður Fram í samtali við handbolta.is eftir að Fram lagði Aftureldingu, 34:32, í Olísdeild karla í handknattleik í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal síðdegis í gær. Breki Hrafn átti verulegan þátt í að Framliðið sneri taflinu við í síðari hálfleik eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik, 20:13.


„Þetta snýst bara um að vörnin sé góð, þá er markvarslan góð,“ sagði Breki Hrafn og var með báða fætur á jörðinni eftir að hafa varið 15 skot, 36% hlutfallsvarsla, en hann fékk ekki á sig mark fyrstu 10 mínútur síðari hálfleiks. Meðal annars fékk Breki Hrafn skot beint á ennið en hann hefur því miður glímt við afleiðingar höfuðhögga.

Kveikti bara á mér

„Skotið kveikti bara á mér. Áfram gakk,“ sagði markvörðurinn efnilegi. „Ég búinn með þann pakka að fá heilahristing. Það kemur ekki fyrir aftur,“ bætti markvörðurinn aðspurður hvort hann fyndi ekki til höfuðverks.

Erum í bullandi séns

Eftir sigurinn á Aftureldingu stendur Fram jafnt FH að stigum í efsta sæti Olísdeildar. FH á reyndar leik til góða. Segja má að Framarar andi ofan í hálsmálið á Íslandsmeisturunum.

„Sem stendur erum við í bullandi séns á titlum í ár,“ sagði Breki Hrafn en auk vænlegrar stöðu í Olísdeildinni þá er Fram í undanúrslitum Poweradebikarsins.

Breki Hrafn hefur verið markvörður yngri landsliða Íslands undanfarin ár, m.a. stóð hann vaktina ásamt Ísaki Steinssyni í 20 ára landsliðinu á Evrópumótinu síðasta sumar.

Lengra myndskeiðsviðtal er við Breka Hrafn í myndskeiði ofar í þessari grein.

Í hálfleik átti ég satt að segja ekki von á að vinna

Andlega vorum við ekki á staðnum

Ótrúleg kaflaskipti í Lambhagahöllinni – Fram er komið upp að hlið FH

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -