- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur skoraði þrjú í Evrópudeildinni – Gummersbach tapaði

Dagur Gautason fór vel af stað í Evrópudeildinni. Ljósmynd/Montpellier handball
- Auglýsing -


Dagur Gautason fór vel af stað í fyrsta leik sínum með Montpellier í Evrópudeildinni í handknattleik í kvöld þegar keppni hófst á nýjan leik og þá í 16-liða úrslitum keppninnar. Dagur og félagar unnu svissneska liðið HC Kriens-Luzern, 31:27, á heimavelli eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 16:15.


Dagur, sem varð gjaldgengur með Montpellier á föstudaginn og var að leika sinn annan leik fyrir félagið skoraði þrjú mörk úr þremur skotum, öll í síðari hálfleik. Ahmed Hesham Elsayed var markahæstur með sex mörk og Svíinn Sebastian Karlsson var næstur með fimm mörk.

Montpellier er efst í 1. riðli 16-liða úrslita með 6 stig eftir þrjá leiki en liðin taka með sér úrslit um 32-liða riðlakeppninni sem fram fór í október. BM Granollers, sem er einnig í 1. riðli var með Montpellier í riðli fyrir áramótin.

Í hinum leik riðilsins í kvöld skildu BM Granollers og GOG frá Danmörku jöfn, 36:36, á Spáni.

Tap hjá Gummersbach

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Flensburg, 36:31, í riðli fjögur. Teitur Örn Einarsson lék ekki með Gummersbach vegna meiðsla. Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, var marki yfir í hálfleik en tókst ekki að halda í við leikmenn Flensborgar í síðari hálfleik.

Julian Köster skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach og Tilen Kodrin sex. Johannes Golla fór á kostum á línunni hjá Flensburg og skoraði 10 mörk úr 11 skotum. Daninn Emil Jakobsen skoraði átta mörk og annar heimsmeistari, Simon Pytlick, skoraði sjö mörk.

Franska liðið Fenix Toulouse og Tatabánya frá Ungverjalandi eru einnig í 4. riðli. Liðin mætast í kvöld.

Öll úrslit 1. umferðar í kvöld:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -