Eftir að hafa fengið slæma útreið gegn Fram í átta liða úrslitum Poweradebikarsins sýndi Stjarnan allt aðra og betri hlið á sér í kvöld þegar liðið mætti aftur í Lambhagahöllina. Að vísu nægði það Stjörnuliðinu ekki til sigurs en dugði til að velgja leikmönnum Fram hressilega undir uggum. Lokatölur 30:28, eftir að Stjarnan var marki yfir í hálfleik, 16:15.
Verandi marki undir í hálfleik hófu Framarar síðari hálfleikinn af miklum krafti og náðu átta marka forskoti eftir um fimmtán mínútur, 26:18. Þar með var munurinn orðinn of mikill til þess að Stjörnunni tækist að jafna metin þrátt fyrir góðan endasprett.
Níu marka munur á Ásvöllum
Haukar voru ekki í teljandi vandræðum með lið Selfoss á Ásvöllum í kvöld. Haukar hituðu upp fyrir Tékklandsferð síðar í vikunni með því að leika af miklum krafti strax frá byrjun.
Forskotið var fimm mörk í hálfleik, 15:10. Áfram bættist í forskotið í síðari hálfleik og ljóst að leikmenn Selfoss eiga enn nokkuð í land að nálgast þrjú efstu lið deildarinnar.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Fram – Stjarnan 30:28 (15:16).
Mörk Fram: Lena Margrét Valdimarsdóttir 7/1, Alfa Brá Hagalín 6, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Steinunn Björnsdóttir 5, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Íris Anna Gísladóttir 3, Hildur Lilja Jónsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 6, 27,3% – Ethel Gyða Bjarnasen 4, 25%.
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 8, Embla Steindórsdóttir 6, Brynja Katrín Benediktsdóttir 5, Anna Karen Hansdóttir 4, Vigdís Arna Hjartardóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 13, 30,2%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Haukar – Selfoss 29:20 (15:10).
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 7, Inga Dís Jóhannsdóttir 7, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 5, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 14/1, 43,8% – Margrét Einarsdóttir 1, 33,3%.
Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 5/1, Katla María Magnúsdóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3/2, Hulda Hrönn Bragadóttir 3, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Eva Lind Tyrfingsdóttir 2, Arna Kristín Einarsdóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 14/1, 32,6%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.