- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vistaskipti Norðmannsins staðfest – samningur til 2029

Norski landsliðsmaðurinn Sander Sagosen er fluttur til Danmerkur. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Norski landsliðsmaðurinn Sander Sagosen hefur samið við danska meistaraliðið Aalborg Håndbold til fjögurra og hálfs árs. Danska félagið tilkynnti þetta fyrir stundu en í morgun hafði Aftonbladet sagt frá þessu óvæntu skiptum samkvæmt heimildum.


Sagosen, sem verður þrítugur í september og hefur verið álitinn fremsti handknattleiksmaður Noregs um árabil, hefur verið keyptur undan samningi sínum hjá norska meistaraliðinu Kolstad hvar hann hefur verið í hálft annað ár. Sagosen þekkir til í Álaborg eftir að hafa leikið með Aalborg Håndbold frá 2014 til 2017.

Sem stendur er Sagosen meiddur eftir þátttöku með norska landsliðinu á HM. Þar af leiðandi liggur ekki fyrir hvenær hann verður gjaldgengur með Aalborg Håndbold í deildarkeppninni í Danmörku. Víst er hinsvegar að hann má ekki leika með danska liðinu í þeim þremur umferðum sem eftir eru af riðlakeppni Meistaradeildarinnar vegna þátttöku sinnar með Kolstad í riðlakeppninni. Sagosen verður heimilt að leika með Aalborg Håndbold þegar útsláttarkeppni Meistaradeildar hefst í vor.

Eins gleðilegt það er fyrir Aalborg Håndbold að fá liðsauka Sagosen er brottför hans áfall fyrir Kolstad Håndbold.

Öflugir leikmenn hafa farið eða eru að fara frá Kolstad:
Magnus Rød (til Pick-Szeged).
Janus Daði Smárason (til Magdeburg og þaðan til Pick-Szeged).
Sander Sagosen (til Aalborg Håndbold).
Torbjørn Bergerud (fer til Wisla Plock í sumar).
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -