Haukar2 unnu lið Handknattleiksbandalags Heimaeyjar, 42:38, í Grill 66-deild karla í handknattleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöld. Haukar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 24:20. Fimm mínútum fyrir leikslok voru Haukar átta mörkum yfir og ljóst að sigur þeirra var nokkuð öruggur.
Haukar2 hafa þar með sex stig í sjöunda og þriðja neðsta sæti deildarinnar. Ungt lið HBH rekur lestina með tvö stig.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Mörk Hauka: Jón Karl Einarsson 14, Kristinn Pétursson 7, Egill Jónsson 5, Ísak Óli Eggertsson 5, Arnór Róbertsson 4, Ásgeir Bragi Þórðarson 3, Sigurður Bjarmi Árnason 2, Aron Ingi Hreiðarsson 1, Helgi Marinó Kristófersson 1.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 14, Jákup Müller 1.
Mörk HBH: Elís Þór Aðalsteinsson 11, Andri Erlingsson 6, Kristján Ingi Kjartansson 5, Kristófer Ísak Bárðarson 5, Andri Magnússon 3, Jason Stefánsson 3, Adam Smári Sigfússon 2, Breki Þór Óðinsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1, Jón Ingi Elísson 1.
Varin skot: Helgi Þór Adolfsson 3, Sigurmundur Gísli Unnarsson 1.
Tölfræði HBritara.