- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Átta marka sigur Hauka – hefði getað verið stærri

Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -


Haukar eru í góðri stöðu eftir átta marka sigur á slóvenska liðinu RK Jeruzalem Ormoz, 31:23, í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla á Ásvöllum í kvöld. Haukar voru sex mörkum yfir í hálfleik, 17:11. Síðari viðureignin fer fram í Ormoz eftir rétta viku.


Sigur Hauka hefði sannarlega geta verið stærri en raun bar vitni um, amk 12 til 13 mörk þannig að einvígið væri svo gott sem lokið. Mörg góð marktækifæri fór forgörðum, bæði í fyrri og síðari hálfleik. Takist Haukum að ná upp jafn góðum varnarleik og viðunandi markvörslu í síðari leiknum þá ætti leiðin að vera greið í átta liða úrslit.

Skarphéðinn Ívar Einarsson átti stórleik og skoraði átta mörk með þrumuskotum. Hann hjó hvað eftir annað á hnútinn í sóknarleik Hauka sem á tíðum var erfiður, ekki síst framan af síðari hálfleik. Þá var forskot Haukaliðsins komið niður í tvö mörk um tíma, 22:20.

Lið RK Jeruzalem Ormoz er ekki það liprasta sem til landsins hefur komið. Leikmenn margir þungir og stórir og kunna lítt við sig í hröðum leik. Filip Ranfl markvörður var þeirra besti maður og gerði Haukum gramt í geði hvað eftir annað með vörslum úr opnu færum.


Mörk Hauka: Össur Haraldsson 9, Skarphéðin Ívar Einarsson 8, Birkir Snær Steinsson 4, Andri Fannar Elísson 4, Hergeir Grímsson 3, Geir Guðmundsson 1, Adam Haukur Baumruk 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 12/1, 34,3%.

Handbolti.is var á Ásvöllum og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -