HK og KA mætast í síðasta leik 18. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Kórnum klukkan 18 í dag. Liðin sitja í áttunda og níunda sæti deildarinnar. HK er í áttunda sæti með 14 stig. KA er tveimur stigum á eftir í níunda sæti. Þótt fjórar umferðir verði eftir þegar leiknum lýkur í kvöld er ljóst að úrslit hans munu geta haft mikil áhrif á baráttuna um áttunda og síðasta sætið sem veitir keppnisrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, þegar að henni kemur.
Toppleikur í Grill 66-deildinni
Uppgjör verður á meðal toppliða Grill 66-deildar karla í handknattleik í kvöld þegar Selfoss og Víkingur eigast við í Sethöllinni á Selfoss. Takist Selfoss að vinna leikinn verður liðið komið með sterka stöðu í efsta sæti deildarinnar. Að sama skapi blanda Víkingar sér ennþá meira í toppbaráttuna takist þeim að sigra í viðureigninni. Víkingur er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Selfoss og tveimur á eftir Þór sem er í öðru sæti. Þór sækir Hörð heim til Ísafjarðar á morgun.
Einnig fær Afturelding lið Fjölnis í heimsókn að Varmá í kvöld í Grill 66-deild kvenna kl. 19.30.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla:
Kórinn: HK – KA, kl. 18.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Grill 66-deild karla:
Sethöllin: Selfoss – Víkingur, kl. 19.30.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Grill 66-deild kvenna:
Varmá: Afturelding – Fjölnir, kl. 19.30.