- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þátttaka í Evrópukeppni skiptir kvennahandboltann gríðarlegu máli

Valur ásamt Haukum verður í eldlínunni í Evrópubikarkeppninni í dag á heimavöllum sínum. Ljósmynd/Valur
- Auglýsing -


Valur og Haukar leika á heimavelli í dag í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Valur mætir Slavía Prag í N1-höllinni á Hlíðarenda klukkan 16. Hálftíma síðar hefja Haukar og annað tékkneskt lið, Hazena Kynzvart, leik á Ásvöllum. Það er svo sannarlega ekki á hverjum degi sem tvö íslensk félagslið leika á sama tíma í átta liða úrslitum í Evrópukeppni.

Valur leikur á ný gegn Slavía á morgun á Hlíðarenda. Haukar mættu Hazena Kynzvart ytra fyrir viku og töpuðu með 11 marka mun.


Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik segir þá staðreynd að tvö kvennalið hafi náð í átta liða úrslit í Evrópukeppni úrslit undirstriki framfarir hér á landi.

Skiptir miklu máli

„Það skiptir miklu máli að íslensk félagslið taki þátt í Evrópukeppni og enn meira að ná svona langt í keppninni og að íslenskar handknattleikskonur kynnist því að leika á þessu stigi handknattleiksins. Ég er mjög spenntur fyrir því að sjá leikina. Haukar eru að vísu í brekku í sinni viðureign en liðið hefur leikið vel í vetur og hefur gert það gott í keppninni, unnið lið frá Tékklandi, Króatíu, Úkraínu og Belgíu og kynnst að leika á erfiðum útivöllum,“ sagði Arnar í samtali við handbolta.is.

Aðrir andstæðingar

„Leikmenn Vals og Hauka hafa kynnst því að leika gegn liðum sem leika öðruvísi handbolta en þær eru vanar og takast á við nýjar aðstæður. Valsmenn léku til dæmis gegn mjög góðu spænsku liði og tókst að leysa varnarleik liðsins á mjög góðan hátt,“ sagði Arnar.

Allt er hægt

„Árangur Vals og Hauka í vetur verður vonandi hvatning til annarra liða til að taka þátt. Það er hægt að taka þátt og ná árangri en það kostar mikla vinnu. Uppskeran er aftur á móti mjög ríkuleg. Ég vona svo sannarlega að Valur komist áfram um helgina og að Haukum takist að gera vel þótt brekkan sé vissulega brött hjá þeim þá er allt hægt,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -