- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bikar fór á loft í KA-heimilinu

Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir fyrirliði KA/Þórs lyftir bikarnum fyrir sigur liðsins í Grill 66-deild kvenna 2025. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Leikmenn KA/Þórs lögðu Víkinga, 21:14, í KA-heimilinu í dag að viðstöddu fjölmenni sem komið var saman til að fagna með Akureyrarliðinu. Í leikslok fékk KA/Þórs-liðið afhent verðlaun fyrir sigur í deildinni þótt enn séu tvær umferðir eftir óleiknar. Ekkert kemur í veg fyrir að liðið vinni deildina og það örugglega.
KA/Þórsarar féllu úr Olísdeildinni á síðasta vori. Árar voru ekki lagðar í bát. Þvert á móti lagst var á árar af meiri þunga og haldið rakleitt upp í deild þeirra bestu á nýjan leik.

Akureyrarliðið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið Grill 66-deildarinnar, unnið 14 af 16 leikjum sínum í deildinni og gert tvö jafntefli.

Víkingar höfðu í fullu tré við KA/Þórsara í fyrri hálfleik og var staðan jöfn eftir 30 mínútna leik, 7:7. Fljótlega í síðari hálfleik skildu leiðir. Matea Lonac, reyndur markvörður KA/Þórs varði allt hvað af tók. KA/Þór náði fljótlega yfirhöndinni og gaf ekkert eftir.

Sigurlið Grill 66-deildar kvenna 2025, KA/Þór. Standandi frá vinstri: Þorvaldur Þorvaldsson aðstoðarþjálfari, Sesselja Sigurðardóttir sjúkraþjálfari, Agnes Vala Tryggvadóttir, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir, Anna Þyrí Halldórsdóttir, Tanja Dögg Baldursdóttir, Susanne Denise Pettersen, Selma Sól Ómarsdóttir, Sif Hallgrímsdóttir, Tinna Valgerður Gísladóttir, Lydía Gunnþórsdóttir, Elsa Björg Guðmundsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Aþena Sif Einvarðsdóttir, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir og Jónatan Þór Magnússon þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Ólöf Marín Hlynsdóttir, Unnur Ómarsdóttir, Matea Lonac, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, Sólveig Lára Kristjánsdóttir og Hildur Magnea Valgeirsdóttir. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
Texti við myndina er afritaður af vefnum Akureyri.net.

Víkingur er í 4. sæti með 19 stig, þremur á eftir HK sem mætir FH á morgun og fer með sigri stigi upp fyrir Aftureldingu sem um þessar mundir er í öðru sæti með 23 stig.

KA/Þór á tvo leiki eftir í deildinni; liðið mætir Fjölni í Reykjavík 14. mars og Fram 2 á heimavelli í lokaumferðinni 23. mars.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk KA/Þórs: Unnur Ómarsdóttir 5, Tinna Valgerður Gísladóttir 5/2, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Susanne Denise Pettersen 3, Aþena Einvarðsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 16, 59,3% – Sif Hallgrímsdóttir 2, 40%.
Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 4, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 3, Hafdís Shizuka Iura 3, Valgerður Elín Snorradóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 6, 27,3% – Anna Vala Axelsdóttir 1, 16,7%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -