- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bikar fór á loft í KA-heimilinu

Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir fyrirliði KA/Þórs lyftir bikarnum fyrir sigur liðsins í Grill 66-deild kvenna 2025. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Leikmenn KA/Þórs lögðu Víkinga, 21:14, í KA-heimilinu í dag að viðstöddu fjölmenni sem komið var saman til að fagna með Akureyrarliðinu. Í leikslok fékk KA/Þórs-liðið afhent verðlaun fyrir sigur í deildinni þótt enn séu tvær umferðir eftir óleiknar. Ekkert kemur í veg fyrir að liðið vinni deildina og það örugglega.
KA/Þórsarar féllu úr Olísdeildinni á síðasta vori. Árar voru ekki lagðar í bát. Þvert á móti lagst var á árar af meiri þunga og haldið rakleitt upp í deild þeirra bestu á nýjan leik.

Akureyrarliðið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið Grill 66-deildarinnar, unnið 14 af 16 leikjum sínum í deildinni og gert tvö jafntefli.

Víkingar höfðu í fullu tré við KA/Þórsara í fyrri hálfleik og var staðan jöfn eftir 30 mínútna leik, 7:7. Fljótlega í síðari hálfleik skildu leiðir. Matea Lonac, reyndur markvörður KA/Þórs varði allt hvað af tók. KA/Þór náði fljótlega yfirhöndinni og gaf ekkert eftir.

Leikmenn, þjálfarar og aðstoðarfólk KA/Þór, sigurliðs Grill 66-deildar kvenna 2025. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Víkingur er í 4. sæti með 19 stig, þremur á eftir HK sem mætir FH á morgun og fer með sigri stigi upp fyrir Aftureldingu sem um þessar mundir er í öðru sæti með 23 stig.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk KA/Þórs: Unnur Ómarsdóttir 5, Tinna Valgerður Gísladóttir 5/2, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Susanne Denise Pettersen 3, Aþena Einvarðsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 16, 59,3% – Sif Hallgrímsdóttir 2, 40%.
Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 4, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 3, Hafdís Shizuka Iura 3, Valgerður Elín Snorradóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 6, 27,3% – Anna Vala Axelsdóttir 1, 16,7%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -