Þýska handknattleiksliðið Bergischer HC, sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar í samvinnu við Markus Pütz, vann afar mikilvægan sigur á útivelli í kvöld á TSV Bayer Dormagen í 2. deild, 35:26. Bergischer HC heldur þar með forskoti í efsta sæti deildarinnar en markmiðið er að fara upp úr deildinni í vor eftir eins árs veru.
Bergischer HC hefur 30 stig eftir 20 leiki og á 14 leiki óleikna. GWD Minden kemur þar á eftir með 27 stig eins og Hüttenberg. Liðin tvö eru leik á eftir Bergischer HC. Elbflorenz og Balingen-Weilstetten eru í fjórða og fimmta sæti með 25 stig að loknum 20 leikjum.
Arnór Viðarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer HC og Tjörvi Týr Gíslason eitt. Hvorugum var vikið af leikvelli.
Eloy Morante Maldonado var allt í öllu hjá Bergischer HC og skoraði 11 mörk.
Staðan í þýsku 2. deildinni: