- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Fjögur reynd bikarlið mætast í undanúrslitum

Undanúrslitaleikir Poweradebikars karla verða á Ásvöllum í kvöld. Ljósmynd/Raggi Óla
- Auglýsing -


Leikið verður til undanúrslita í Poweradebikar karla í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Fyrri viðureignin hefst klukkan 18 en sú síðari klukkan 20.15. Lið félaganna fjögurra sem reyna með sér í kvöld voru síðast í undanúrslitum í fyrra eða hitteðfyrra.

Sextán leikir í undanúrslitum

Stjarnan og ÍBV eigast við í fyrri leiknum. Stjarnan hefur sextán sinnum leikið til undanúrslita í bikarkeppninni, fyrst 1984 þegar lið félagsins lagði Val, 21:19. Síðast komst Stjarnan í undanúrslit fyrir ári en laut þá í lægra haldi fyrir Val, 32:26.

ÍBV í sjö skipti og Þór einu sinni

ÍBV hefur sjö sinnum verið í undanúrslitum bikarkeppninnar, fyrst 1990 og tapaði þá fyrir Víkingi, 29:26. ÍBV var síðast í undanúrslitum fyrir ári síðan og lagði Hauka, 33:27.
Auk skiptanna sjö sem ÍBV hefur komist í undanúrslit bikarsins þá lék annar forveri ÍBV, Þór, í undanúrslitum 1983. Þór tapaði fyrir Víkingi, 26:20.

Fram fyrst í undanúrslitum 1974

Í síðari leik undanúrslita leiða Fram og Afturelding saman kappa sína.

Fram hefur leikið 21 sinni í undanúrslitum bikarkeppninnar. Fyrsti leikurinn var gegn Víkingi 1974. Fram hafði betur í háspennuleik, 21:20. Síðast voru Framarar í undanúrslitum fyrir tveimur árum. Þeir mátti bíta í það súra epli að steinliggja fyrir Haukum 28:19.

Síðast fyrir tveimur árum

Afturelding á sjö undanúrslitaleiki að baki. Sá fyrsti var gegn Fram árið 1999. Afturelding vann þá viðureign, 25:22.
Síðast var Afturelding í undanúrslitum bikarkeppninnar 2023. Mosfellingar lögðu þá Stjörnuna, 35:26, í Laugardalshöll.


Poweradebikar karla, undanúrslit:

Ásvellir: Stjarnan – ÍBV, kl. 18.
Ásvellir: Fram – Afturelding, kl. 20.15.

Báðir leikir verða sendir út á RÚV2.

Miðasala er á stubb.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -