Færeyski handknattleiksmaðurinn Allan Norðberg hefur framlengt samning sinn við Val til næstu tveggja ára. Allan kom til Vals sumarið 2023 eftir fimm ára veru hjá KA.
Allan hefur fallið vel inn í hópinn hjá Val og leikið mikilvægt hlutverk jafnt í hægra horni sem í hægri skyttu auk þess að vera góður varnarmaður.
Allan varð síðasta vor fyrsti færeyski handknattleiksmaðurinn sem varð Evrópumeistari félagsliða. Hann er fastamaður í færeyska landsliðinu og var á dögunum valinn í landsliðið sem tekur þátt í fyrsta leik landsliðsins í nýrri þjóðarhöll, Við Tjarnir, gegn Hollendingum 12. mars.
- Auglýsing -