- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar komu talsvert við sögu í Svíþjóð

Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -


IFK Kristianstad fór upp í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki með öruggum sigri á Hammarby á heimavelli, 36:28. Einar Bragi Aðalsteinsson var í leikmannahópi Kristianstad í leiknum en kom lítið við sögu. Hann var ekki með í leiknum á undan.

Kristianstad er með 27 stig eftir 22 leiki, er stigi á eftir Malmö sem Amo HK, 33:32, á heimavelli Amo í gær.


Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sex af mörkum Amo HK í leiknum í gær en notaði 13 skot. Amo HK er áfram í basli í 12. sæti af 14 liðum deildarinnar með 14 stig eftir 22 leiki. Aðeins fjórar umferðir eru eftir áður en að úrslitakeppninni kemur. Sennilegt er að Amo HK taki þátt í umspili um að forðast fall.

Aldís Ásta var ekki með

Aldís Ásta Heimisdóttir er ennþá úr leik með Skara HF. Fjarvera hennar kom þó ekki að sök í gærkvöld þegar Skara HF sótti Kungålvs heim og vann með fjögurra marka mun, 27:23. Skara HF situr í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig og er aðeins þremur stigum á eftir Sävehof sem er á toppnum.

Gott stig í Skuru

Berta Rut Harðardóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoruðu sitt hvort markið í jafntefli, 24:24, í heimsókn til Skuru Handboll í sænsku úrvalsdeildinni. Skuru er í öðru sæti og ljóst að stigið er gott sem Kristianstad krækti. Liðið hefur sótt talsvert í sig veðrið eftir þjálfaraskipti undir lok síðasta árs.

Kristinstad hefur jafnt og þét mjakast upp í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Aðeins þrjár umferðir eru eftir.

Stöðuna í sænsku úrvalsdeildunum og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -