- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli meiddist á ökkla – útlitið betra eftir sneiðmyndatöku

Viktor Gísli Hallgrimsson markvörður íslenska landsliðsins og pólska meistaraliðsins Wisla Plock. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins og pólska meistaraliðsins Wisla Plock meiddist á ökkla á sunnudaginn. Í fyrstu var talið að um alvarleg meiðsli væri að ræða og Viktor Gísli gæti verið lengi frá keppni. Eftir ítarlega læknisskoðun í gær gætir aukinnar bjartsýni um að meiðslin séu ekki eins alvarlega og óttast var.

„Í fyrstu leit það þannig út að um alvarleg meiðsli gæti verið að ræða en eftir sneiðmyndatöku í gær var útlitið betra,“ sagði Viktor Gísli í skilaboðum til handbolta.is í morgun. „Ég gæti þannig verið kominn fyrr á völlinn en ég bjóst við,“ sagði Viktor Gísli. Engu er þó nákvæmlega hægt slá föstu hvenær markvörðurinn öflugi mætir til leiks aftur.

Viktor Gísli var stórkostlegur í leikjum íslenska landsliðsins á HM í síðasta mánuði. Hann var í öðru sæti yfir hlutfallslega flest skot varin á mótinu á eftir Dananum Emil Nielsen. Eftir HM hefur Viktor Gísli haldið uppteknum hætti og varið eins berserkur með Wisla Plock.


Wisla Plock á leik við Sporting Lissabon í síðustu umferð Meistaradeildar Evrópu eftir viku og síðan taka við landsleiki 12. og 15. mars gegn Grikkjum í undankeppni EM 2026.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -