Norska meistaraliðið Kolstad heldur áfram í vonina um sæti í fyrstu umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla eftir sigur á Magdeburg, 31:27, í næst síðustu umferð B-riðils keppninnar í gærkvöld. Indurstria Kielce á þó möguleika á að slá Kolstad við í lokaumferðinni í næstu viku. Bæði lið eiga útileiki í síðustu umferð; Kolstad sækir Evrópumeistara Barcelona heim meðan Kielce leikur gegn RK Zagreb.
Kolstad er tveimur stigum á undan Kielce fyrir síðustu leikina. Ef liðin verða jöfn að stigum þegar upp verður staðið þá situr Kolstad eftir vegna þess að Kielce stendur betur að vígi í innbyrðis viðureignum.
Sigvaldi Björn Guðjónsson var með fullkomna nýtingu, níu mörk í níu skotum, þegar Kolstad vann Magdeburg í Þrándheimi í gær. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark en það var afar mikilvægt. Hann kom Magdeburg 29:24 yfir þegar skammt var til leiksloka. Róður leikmanna þýska meistaraliðsins þyngdist í framhaldinu.
Arnór Snær Óskarsson og Sveinn Jóhannsson skoruðu ekki fyrir Kolstad að þessu sinni. Simon Jeppsson var markahæstur með 11 mörk og sýndi að hann hvergi nærri útbrunninn eins og talið var um tíma.
Janus Daði öflugur
Janus Daði Smárason lét til sín taka þegar Pick Szeged og Barcelona gerðu jafntefli, 29:29, í Szeged í Ungverjalandi. Janus Daði skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Szeged hafði undirtökin í leiknum lengi vel.
Leikir í B-riðli í síðustu umferð 5. mars:
SC Magdeburg – Pick Szeged.
HC Zagreb – Industria Kielce.
Barcelona – Kolstad.
HBC Nantes – Alaborg Håndbold.
Staðan:
- Tvö efstu lið riðilsins sitja yfir í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar og fara beint í átta liða úrslit. Liðin í þriðja til sjötta sæti mæta liðum úr þriðja til sjötta sætum A-riðils heima og heiman í leikjum um sæti í átta liða úrslitum. Tvö neðstu liðin sitja eftir.