- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stiven Tobar og félagar tylltu sér í efsta sætið

Stiven Tobar Valencia landsliðsmaður og leikmaður Benfica í Portúgal. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica komust í gærkvöld í efsta sæti portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik með sigri á ABC de Braga, 37:34. Leikið var í Braga. Benfica er tveimur stigum á undan meisturum síðasta árs, Sporting Lissabon, og Porto. Tvö síðarnefndu liðin eiga tvo leiki til góða á Benfica. Þess utan eru veitt þrjú stig fyrir sigur í leik í efstu deildinni í Portúgal.

Toppslagur í kvöld

Sporting og Porto mætast í Lissabon í kvöld. Ef að líkum lætur gæti þá úrslit deildarkeppninnar ráðist því hvorugt liðið tapar oft fyrir öðrum liðum í deildinni. Landsliðsmennirnir Orri Freyr Þorkelsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson leika með Sporting og Porto.

Stiven Tobar skoraði þrjú mörk í fimm skotum í leiknum í Braga sem hófst seint í gærkvöld. Flautað var til leiks klukkan 21 að staðartíma en Portúgal er á sama tímabelti og Ísland á veturna.

André Sousa var markahæstur hjá ABC de Braga með átta mörk. Þjóðverjinn Ole Rahmel og Fábio Silva skoruðu sjö mörk hvor fyrir Benfica.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -