- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andrea með í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar

Andrea Jacobsen landsliðskona og leikmaður Blomberg-Lippe. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik leikur til úrslita í þýsku bikarkeppninni í dag með liði sínu Blomberg-Lippe í Porsche-Arena í Stuttgart. Blomberg-Lippe lagði Bensheim/Auerbach í undanúrslitum í gær, 27:25.

Andstæðingur Blomberg-Lippe í úrslitaleiknum er HB Ludwigsburg sem hafði naumlega betur gegn Dortmund, 30:29, í hinni viðureign undanúrslitanna í gær.


Andrea skoraði eitt mark í undanúrslitaleiknum. Hún átti einnig eina stoðsendingu og varði eitt skot í vörninni.
Díana Dögg Magnúsdóttir lék ekki með Blomberg-Lippe í leiknum. Hún er að jafna sig eftir að hafa ristarbrotnað í leik síðla í janúar.

Tvær hafa unnið bikarinn

Tvær íslenskar handknattleikskonur hafa orðið bikarmeistarar í Þýskaland, Kristbjörg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir.

Sandra varð bikarmeistari með TuS Metzingen á síðasta ári. Reyndar tók Sandra ekki þátt í undanúrslita- og úrslitleikjunum en var með liðinu á fyrri stigum mótsins.

Kristbjörg vann bikarinn með TuS Eintracht Minden árið 1977.

Kristbjörg Magnúsdóttir varð Vestur-Þýskalandsmeistari með liði sínu TuS Eintracht Minden; 1975 og 1976, og einu sinni bikarmeistari 1977.

Tus Metzingen lagði Bietigheim, sem nú heitir HB Ludwigsburg, með tveggja marka mun, 30:28, í úrslitaleik í Porsche-Arena í Stuttgart

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -