Íslensku handknattleiksmennirnir Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson léku á als oddi í kvöld þegar lið þeirra, Ribe-Esbjerg, sýndi tennurnar í heimsókn til lærisveina Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Fredericia HK. Ribe-Esbjerg, sem rak lestina í deildinni fyrir leikinn en Fredericia HK var í þriðja sæti, gerði sér lítið fyrir og vann með sjö marka mun, 29:22, og lyfti sér upp úr neðsta sætinu.
Ágúst Elí varði mark Ribe-Esbjerg nánast allan leikinn. Hann varði 12 skot, 38,7%.

Elvar lék við hvern sinn fingur í sókninni, skoraði þrjú mörk í sex skotum, gaf sjö stoðsendingar og lét til sín taka í vörninni.
Ribe-Esbjerg á sex leiki eftir í deildinni til þess að ná inn fleiri stigum og mjaka sér aðeins ofar áður en umspilskeppni neðri hlutans tekur við eftir að deildarkeppninni verður lokið.
Einar Þorsteinn Ólafsson, leikmaður Fredericia, skoraði eitt mark, átta tvær stoðsendingar og var einu sinni vikið af leikvelli.
Staðan í dönsku úrvalsdeildinni: