- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Japanska liðið veitti því sænska harða keppni

Dagur Sigurðsson ræðir við sína menn í japanska landsliðinu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Japanska landsliðið, undir stjórn Dags Sigurðssonar sýndi allt aðrar og betri hliðar í dag þegar það mætti sænska landsliðinu í lokaleik annars keppnisdags í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það nægði þó ekki til sigurs gegn sterku liði Svía sem fór með sigur úr býtum, 28:26.
Svíar voru með þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 17:14.

Japanska liðinu tókst að minnka muninn í eitt mark, 27:26, þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka. Nær komst það ekki og Hampus Wanne innsiglaði sænskan sigur.


Sænska liðið hefur þar með fjögur stig eftir tvo leiki en Japanir eru enn án stiga.


Hiroki Motoki skoraði sex mörk fyrir japanska liðið og var markahæstur. Kenya Kasahara, væntanlegur leikmaður Harðar á Ísafirði skoraði þrjú mörk af línunni.


Hampus Wanne skoraði átta sinnum fyrir sænska liðið og er nú markahæstur í keppninni með 21 mark eftir tvær umferðir. Jim Gottfridsson var næstu með fjögur mörk.


Úrslit dagsins í B-riðli:
Danmörk – Egyptaland 32:27.
Barein – Portúgal 25:26.
Japan – Svíþjóð 26:28.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Næstu leikir, miðvikudaginn 28. júlí:

00.00 Danmörk – Barein (Aron Kristjánsson).
02.00 Svíþjóð – Portúgal.
05.15 Japan (Dagur Sigurðsson) – Egyptaland.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -