Keppni hefst á ný í Olísdeild karla í handknattleik og fleiri deildum meistaraflokka í kvöld eftir hlé vegna síðustu leikdaga í Poweradebikarnum í síðustu viku. Tvær umferðir fara fram í Olísdeild karla næstu daga áður en karlalandsliðið fær sviðið í næstu viku. Fjórar umferðir eru eftir og töluverða spenna í toppbaráttunni þar sem fjögur lið kljást en á þeim er lítill munur, litið til stigafjölda. Einnig stendur yfir kapphlaup um sæti í úrslitakeppninni svo ekki sé minnst á fallbaráttuna.
Hæst ber af leikjum kvöldsins viðureign Hafnarfjarðarliðanna Hauka og FH á Ásvöllum. FH er efst í deildinni með 27 stig ásamt Fram. Haukar eru fimm stigum á eftir og geta með sigri blandað sér með ákveðnari hætti í toppbaráttunni. Að sama skapi mun FH standa vel að vígi farið liðið með tvö stig heim úr höfuðvígi Hauka. FH vann fyrri viðureigna liðanna í Kaplakrika í haust.
HK sækir næst neðsta liðið, ÍR, heim. HK stendur best að vígi í kapphlaupinu um sæti í úrslitakeppninni. ÍR-ingar hafa augastað á 10. sætinu og komast hjá umspilskeppninni.
Grótta vill einnig forðast 11. sætið og mun vafalaust sækja til sigurs gegn Fjölni sem er aðeins tveimur stigum á eftir ÍR.
KA-menn halda einnig í vonina um að geta skákað HK á endasprettinum. KA mætir ÍBV á heimavelli í kvöld kl. 19.
Einnig fara fram leikir í Grill 66-deildum karla og kvenna í kvöld.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla:
KA-heimilið: KA – ÍBV, kl. 19.
Ásvellir: Haukar – FH, kl. 19.30.
Hertzhöllin: Grótta – Fjölnir, kl. 19.30.
Skógarsel: ÍR – HK, kl. 19.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Grill 66-deild karla:
Höllin Ak.: Þór – HBH, kl 17.30.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Grill 66-deild kvenna:
Fjölnishöllin: Fjölnir – Haukar2, kl. 19.30.
- Allir leikir kvöldsins verður sendir út á Handboltapassanum. Viðureign Hauka og FH verður í viðhafnarútsendingu í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans.