- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Svartfellingar fengu á baukinn og markasúpa

Jovanka Radicevic og samherjar landsliði Svartfjallalands máttu þola tap fyrir japanska landsliðinu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Eftir slæman skell á móti Hollendingum í fystu umferð A-riðils handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum þá rak japanska landsliðið af sér slyðruorðið í nótt og gerði sér lítið fyrir og vann öruggan og afar sannfærandi sigur á lánlausu liði Svartfellinga, 29:26.


Ellefu marka tap í fyrradag, 32:21, varð ekki til þess að slá þær japönsku út af laginu þegar þær mættu svartfellska liðinu sem hafði unnið Angóla með miklum mun í fyrstu umferð. Japanska liðið lék afar góða vörn og var með yfirhöndina frá upphafi til enda. Sóknarleikur Svartfellinga var í handaskolum og m.a. gerðu leikmenn liðsins 16 mistök í sóknarleiknum sem gerði að verkum að þeir töpuðu leiknum á afar einfaldan hátt. Eins átti Sakura Kametani stórleik í marki Japans. Hún varði 21 skot og var með 47% hlutafallsmarkvörslu þegar upp var staðið.


Tíu mínútum fyrir leikslok var munurinn sex mörk, 26:20, og úrslitin í raun ráðin.


Aykara Ikehara og Nozomi Hara voru markahæstar í japanska liðinu með sex mörk hvor. Tatjana Brnovic var atkvæðamest hjá Svartfellingum með sex mörk.

Suður Kórea getur ekki varist


Holland fagnaði öðrum sigri sínum í keppninni í mikilli markaveislu í leik við Suður Kóreu, 43:36. Eins og tölurnar gefa til kynna héldu leikmönnum engin bönd, þá sérstaklega í síðari hálfleik þegar nánast hverri einustu sókn lauk með marki, þá sérstaklega sóknum Hollendinga sem voru með 79% sóknarnýtingu.


Suður Kóreuliðið gat ekki með nokkru móti varist annan leikinn í röð en liðið hefur nú fengið á sig á 82 mörk í tveimur fyrstu leikjunum. Sóknarleikur liðsins er skemmtilegur en dugar skammt þegar varnarleikurinn er nánast upp á punt. Fyrir vikið náðu markverðir liðsins aðeins að verja samtals þrjú skot í leiknum. Suður Kóreuliðið er án stiga eftir tvo leiki.


Hee Ryu Eun skoraði 10 mörk fyrir Suður Kóreu og Migyeong Lee níu.
Lois Abbingh skoraði sex mörk fyrir hollenska liði og Angela Malesten fimm. Allir 12 útileikmenn Hollands skoruðu mark í leiknum.

Þriðji leikur umferðarinnar í A-riðli, á milli Noregs og Angóla hefst klukkan 10.30.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -