- Auglýsing -
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti stórleik þegar lið hans Skanderborg AGF vann neðsta lið dönsku úrvalsdeildarinnar, Kolding, í kvöld með fjögurra marka mun á útivelli, 34:30 eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 18:13.
Donni, sem var á mánudaginn valinn í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru, skoraði níu mörk í 13 skotum og gaf fjórar stoðsendingar,. Bar hann af öðrum leikmönnum Skanderborg AGF sé litið til einkunnargjafar.
Með sigrinum færðist Skanderborg AGF upp að hlið Fredericia HK. Hvort lið hefur 27 stig. Fredericia HK á leik til góða gegn TMS Ringsted á Sjálandi á sunnudaginn.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -