- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elliði Snær hélt upp á nýjan samning með stórsigri

Elliði Snær Viðarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Gummersbach til næstu tveggja ára. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson hélt upp á nýjan samning við Vfl Gummersbach í gærkvöld með því að vera markahæsti leikmaður liðsins þegar það vann Bietigheim, 37:27, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Elliði Snær skoraði sex mörk.

Hefur verið í fimm ár

Tilkynnt var í SCHWALBE-Arena í Gummersbach fyrir leikinn í gærkvöld að Elliði Snær hafi skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið, til ársins 2027. Hann kom til félagsins í ágúst 2020 og hefur síðan verið ein kjölfesta í endurreisn félagsins undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar þjálfara. Gummersbach, sem er eitt sögufrægasta handknattleikslið Þýskalands, hafði þá um skeið verið í 2. deild.

Er varafyrirliði

Elliði Snær, sem er varafyrirliði, er í miklum metum meðal stuðningsmanna Gummersbach enda brast á með kátínu í þéttsetinni keppnishöllinni þegar tíðindin voru tilkynnt.

Gummersbach er í áttunda sæti með 24 stig að loknum 21 leik.
Eins og áður segir þá skoraði Elliði Snær sex mörk í leiknum. Honum var einnig einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur. Miro Schluroff skoraði einnig sex mörk. Þýski landsliðsmaðurinn Julian Köster skoraði fimm mörk.

Vegna meiðsla lék Teitur Örn Einarsson ekki með Gummersbach að þessu sinni.

Andri Már skoraði fjögur mörk

Andri Már Rúnarsson skoraði fjögur mörk þegar lið hans,
SC DHfK Leipzig, tapaði fyrir efsta liði deildarinnar, MT Melsungen, í Rothenbach-Halle í Kassel, 34:25.

Rúnar Sigtryggsson er þjálfari SC DHfK Leipzig sem er í 12. sæti með 17 stig, eftir 22 leiki.

Eins og kom fram á handbolti.is í vikunni þá eru margir leikmenn MT Melsungen meiddir um þessar mundir, þar á meðal Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson. Melsungen er áfram í efsta sæti deildarinnar.

Staðan í þýsku 1. deild karla:

Standings provided by Sofascore


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -