- Auglýsing -
Leikdagar og leiktímar hafa verið ákveðnir í viðureignum Hauka og HC Izvidac frá Bosníu í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik síðar í þessum mánuði. Fyrri viðureignin fer fram á Ásvöllum laugardaginn 22. mars og hefst klukkan 17.
Síðari leikurinn verður laugardaginn 29. mars í Ljubuski í Bosníu. Flautað verður til leiks klukkan 19.
Komist Haukar áfram í undanúrslit bíða þeirra leikir gegn sigurliðinu úr viðureign AEK Aþenu og RK Partizan í lok apríl.
- Auglýsing -