- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Orri Freyr deildarmeistari í Portúgal annað árið í röð

Orri Freyr Þorkelsson landsliðsmaður og leikmaður Sporting Lissabon. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Orri Freyr Þorkelsson og liðsfélagar í Sporting Lissabon urðu á sunnudaginn deildarmeistarar í Portúgal annað árið í röð eftir sigur á Póvoa AC Bodegão, 33:23, á útivelli. Leikurinn fór fram í tvennu lagi, ef svo má segja. Fyrstu 27 mínútur voru leiknar snemma í febrúar en vegna aðstæðna í keppnishöllinni varð að fresta frekari leik í það skiptið. Sporting var tveimur mörkum yfir þegar þarna var komið við sögu.


Þegar þráðurinn var tekinn upp á sunnudagskvöld voru leiknum mínúturnar þrjár sem eftir voru af fyrri hálfleik og síðan allur síðari hálfleikurinn eftir að hefðbundið hálfleikshlé hafi verið tekið.

Staðan var 15:13 í hálfleik. Í síðari hálfleik tóku Orri Freyr og félagar öll völd á leikvellinum og unnu öruggan sigur eins og áður sagði, 33:23.

Orri Freyr var markahæstur leikmanna Sporting með átta mörk í níu skotum. Þrjú marka sinna skoraði Hafnfirðingurinn úr vítaköstum.

Tvö jöfn að stigum

Sporting varð efst í deildinni með 63 stig í 22 leikjum eins og Porto sem Þorsteinn Leó Gunnarsson leikur með. Sporting hreppti efsta sætið með betri innbyrðis úrslitum í leikjum við Porto.
Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica lentu í þriðja sæti með 60 stig. Marítimo Madeira Andebol SAD varð í fjórða sæti með 52 stig. Þrjú stig eru gefin fyrir sigur, tvö stig fyrir jafntefli og eitt stig fyrir tap, eða fyrir að mæta til leiks.

Framundan er úrslitakeppni fjögurra efstu liða. Þau taka með sér hluta af stigunum úr deildarkeppninni, sem þýðir að Sporting og Porto verða áfram jöfn að stigum. Allir leika við alla heima og að heiman. Sigurliðið af þessum fjórum verður Portúgalsmeistari í vor. Sporting vann titilinn á síðast ári en Porto þar áður.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -