Opinbert er orðið hvaða 16 leikmönnum Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik teflir fram í viðureigninni við Grikki í Tasos Kampouris-keppnishöllinni í Chalkida klukkan 17 í kvöld. Viðureignin er sú þriðja hjá báðum landsliðum í 3. riðli undankeppni EM 2026.
Íslenska liðið vann tvo fyrstu leiki sína en Grikkir er með tvö stig eftir nauman sigur á Georgíu í Chalkida í nóvember og naumt tap fyrir Bosníu á útivelli nokkrum dögum síðar.
Aron Pálmarsson, Veszprém (182/694), verður utan leikhópsins vegna meiðsla eins og kom fram fyrst á handbolta.is í gær.
Handbolti.is er eini íslenski fjölmiðillinn með mann í Chalkida og verður með textalýsingu úr keppnishöllinni Tasos Kampouris.
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur, (281/25).
Ísak Steinsson, Drammen HK (0/0).
Aðrir leikmenn:
Andri Már Rúnarsson, SC DHfK Leipzig (2/0).
Arnór Snær Óskarsson, Kolstad (2/0).
Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad (3/1).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (19/6).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (58/124).
Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest (41/56).
Janus Daði Smárason, Pick Szeged (94/164).
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, Skanderborg AGF (33/61).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (50/147).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Lissabon (24/74).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (83/225).
Stiven Tobar Valencia, Benfica (18/18).
Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (13/19).
Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf! Göppingen (100/44).
Leikur Grikklands og Íslands hefst klukkan 17 að íslenskum tíma í dag. Síðari viðureignin fer fram á laugardaginn í Laugardalshöll. Miðasala er midix.is.