„Markmið okkar eru að fara beint upp aftur í deild þeirra bestu. Um leið ætlum við að halda áfram þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á ungum uppöldum leikmannahópi HK í bland við reynslumikla stráka sem komu í sumar,“ segir Elías Már Halldórsson, þjálfari karlaliðs HK sem spáð var efsta sæti Grill 66-deildar karla í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liða deildarinnar og birt var á dögunum.
HK féll í Grilldeildina í vor eftir eins árs veru í Olísdeildinni. „Við erum ánægð með liðið en líka stolt af því að af 20 manna æfingahópi eru 15 uppaldir HK-ingar og meðalaldurinn 21 ár,“ sagði Elías Már.
Fyrsti leikur HK í deildinni verður á heimavelli, Kórnum, á laugardaginn þegar U-lið Selfoss kemur í heimsókn. Flautað verður til leiks klukkan 13.30.
Talið er að með tilkomu nýrra liða í Grill 66-deildina, s.s. Kríu og Vængja Júpíters verði deildarkeppnin enn skemmtilegri en áður. Breiddin verði meiri með tilkomu fyrrgreindra liða auk Harðarmann á Ísafirði sem setja skemmtilegan svip á deildina.
Elías Már segist búa sig undir harða keppni í vetur. Hann renni þó nokkuð blint í sjóinn með andstæðingana. „Ég veit ekki hverjir verða okkar helstu keppinautar en ljóst að Grilldeildin hefur ekki verið svona sterk í mörg ár og nokkur lið eins og Krían og Vængir Júpíters nokkuð óskrifað blað í byrjun. Við bíðum í eftirvæntingu eftir að flautað verður til leiks,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari HK.
Leikmannahópur HK:
Davíð Svansson, markvörður
Sigrjón Guðmundsson, markvörður
Sigþór Óli Árnason, vinstra horn
Einar Pétur Pétursson, vinstra horn
Símon Michael Guðjónsson, vinstra horn
Pálmi Fannar Sigurðsson, vinstri skytta
Ágúst Ingi Óskarsson, vinstri skytta
Styrmir Máni Arnarsson, vinstri skytta
Jóhann Birgir Ingvarsson, vinstri skytta
Kristófer Andri Daðason, miðjumaður, vinstri skytta
Hjörtur Ingi Halldórsson, miðjumaður
Haukur Ingi Hauksson, miðjumaður, vinstri skytta
Júlíus Flosason, miðjumaður
Bjarki Finnbogason, miðjumaður
Einar Bragi Aðasteinsson, miðjumaður, vinstri skytta
Kári Tómas Hauksson, hægri skytta
Kristján Pétur Barðason, hægra horn
Sigurvin Jarl Ármannsson, hægra horn
Sigurður Jeffersson Gurarino, línumaður
Davíð Elí Heimisson, línumaður
Kristján Otto Hjálmsson, línumaður
Breytingar frá síðasta keppnistímabili:
Komnir:
Jóhann Birgir Ingvarsson – FH
Hjörtur Ingi Halldórsson – Haukum
Einar Pétur Pétursson – Haukum
Farnir:
Stefán Huldar Stefánsson – Haukar
Pétur Árni Hauksson – Stjörnuna
Þorgeir Bjarki Davíðsson – Valur
Eiríkur Guðni Þórarinsson – FH
Blær Hinriksson – Afturelding
Kristófer Dagur Sigurðsson – TV 05 Mulheim
Ásmundur Atlason – Kría