- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hef bara aldrei upplifað nokkuð þessu líkt

Ísak Steinsson markvörður í Laugardalshöll í dag. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


„Ég hef bara aldrei upplifað nokkuð þessu líkt áður og að hlaupa inn á völlinn á móti þessari stúku. Ég veit ekki hvað á að segja,“ segir markvörðurinn ungi Ísak Steinsson sem lék sinn fyrsta heimaleik með íslenska landsliðinu í handknattleik í dag gegn Grikkjum í sigurleiknum, 33:21, í undankeppni EM karla í handknattleik.


Ísak sem verður tvítugur í maí var í marki Íslands síðustu 10 mínútur leiksins og varði eitt skot. „Stúkan var bara með mér frá byrjun, allir tóku við sér þegar ég kom inni á völlinn og eins þegar ég varði fyrsta skotið. Þetta var bara flott,“ segir Ísak.

„Þetta var bara allt mjög skemmtilegt með mömmu og pabba, bróður minn og fleiri úr fjölskyldunni í stúkunni að fylgjast með. Þetta er bara eitthvað sem ég gleymi aldrei,“ segir Ísak sem alinn er upp í Noregi en á íslenska móður og norskan föður.

„Ég á hundrað prósent eftir að lifa á þessari reynslu lengi,“ segir Ísak Steinsson í samtali við handbolta.is.

Lengra viðtal við Ísak í myndskeiði hér fyrir ofan.

Tólf marka sigur á Grikkjum – Ísland á EM í 14. sinn í röð

A-landslið karla – fréttasíða

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -