- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur og lærisveinar komnir með EM-farseðil

Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króatíu í handknattleik karla. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Dagur Sigurðsson og liðsmenn hans í króatíska landsliðinu innsigluðu þátttökurétt í lokakeppni EM á næsta ári með stórsigri á Tékkum í Zagreb-Arena í dag, 36:20. Króatar hafa þar með unnið fjórar fyrstu viðureignir sínar í riðlinum og eiga efsta sætið víst.


Tékkar voru heillum horfnir í viðureigninni í dag. Þeir voru slegnir út af laginu strax í upphafi og sáu aldrei til sólar eftir að hafa verið átta mörkum undir í hálfleik, 17:9. Marin Sipic og Filip Glavas skoruðu sex mörk hvor fyrir króatíska liðið. Jonas Josef var markahæstur Tékka með fimm mörk.

Lúxemborgarar unnu í Belgíu

Þau undur áttu sér stað í hinni viðureign riðilsins að Lúxemborgarar lögðu Belga í Hasselt í Belgíu, 27:24. Belgar virðast hafa tekið skakkan pól í hæðina eða farið öfugu megin fram úr rúmum sínum því þeir voru alveg úti á þekju í leiknum eftir 10 marka sigur í Lúxemborgar á miðvikudaginn.

Kristján Halldórsson var eftirlitsmaður EHF á leiknum.

Uros Zorman landsliðsþjálfari Slóvena fyrir miðri mynd. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Slóvenar öruggir inn á EM

Slóvenar geta einnig farið að huga að þátttöku í lokakeppni EM á næsta ári. Eins og nágrannarnir, Króatar, þá eru Slóvenar með átta stig af átta mögulegum í 1. riðli undankeppninnar. Þeir unnu Norður Makedóníumenn, 38:27, í Koper í Slóveníu í dag.

Norður Makedóníumenn óskuðu á síðustu stundu eftir að leiknum yrði frestað vegna mannskæðs bruna sem átti sér stað á skemmti­stað í Kocani í Norður Makedóníu í nótt. Um sextíu létust og um nærri 200 slösuðust. Ósk Norður Makedóníumanna um frestun var synjað.

Gintaras Savukynas landsliðsþjálfari Litáen. Mynd/Motor

Savukynas og félagar í örðu sæti

Íslandsvinurinn Gintaras Savukynas landsliðsþjálfari Litáen er með sína menn í öðru sæti í 1. riðli eftir tvo sigur leiki á Eistlendingum á síðustu dögum, þeim síðari 35:28, í Klaipeda í Litáen í dag. Ott Varik, leikmaður KA, skoraði tvö mörk fyrir eistneska landsliðið.

Leikmenn portúgalska landsliðsins horfa til þátttöku á EM í janúar eftir að hafa náð sögulegum árangri á HM í janúar. Ljósmynd/EPA

Portúgal er þriðja landsliðið sem tryggði sér farseðil í lokakeppni EM í dag. Portúgalar unnu Pólverja á heimavelli, 33:27, og hafa sjö stig af átta mögulegum í 8. riðli. Vegna annarra úrslita í riðlinum er ljóst að portúgalska liðið verður í öðrum af tveimur efstu sætum riðli átta.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -